Tónlistarbrautin og tröllin í fjöllunum Freyja Gunnlaugsdóttir skrifar 9. nóvember 2013 06:00 Á þessum björtu haustdögum hefur borgin iðað af litríku mannlífi og tónlist hefur hljómað úr hverju horni. Fólk frá ólíkum heimshornum hefur sótt okkur heim og í nokkra daga hefur Reykjavík umbreyst í fjölþjóðlegt menningarsamfélag þar sem fólk kemur alls staðar að til þess að njóta íslenskrar tónlistar. Erlendir fjölmiðlar fjalla um íslenska tónlist af undrun og forvitni og velta fyrir sér hvernig það geti verið að svo lítið samfélag fóstri svo marga unga kraftmikla og hæfileikaríka tónlistarmenn. Blaðamenn skrifa háfleygar greinar um það að tónlistin sé sprottin frá fjöllunum, úr óravíddum hafsins og innblásin af hinni hrikalegu náttúru landsins. Að hún sé upprunnin úr ævintýraveröld þar sem tröll og huldufólk ráði ríkjum. Þessi umfjöllun er vafalaust fyrirtaks landkynning og stuðlar að bættri ímynd lands og þjóðar, svo ekki sé talað um þau skínandi góðu efnahagslegu áhrif sem íslensk tónlist hefur haft fyrir þjóðarbúið. Menn eru steini lostnir yfir tekjunum sem Airwaves-hátíðin hefur skilað til þjóðarinnar sem nema um 1,1 milljarði um síðustu helgi og trúa því vart að tónlistargyðjan færi okkur 15 milljarða á silfurfati inn í hagkerfið á ári hverju. Í framhaldi af þessari jákvæðu umfjöllun um íslenska tónlist er mikilvægt að gera sér grein fyrir upp úr hvaða umhverfi hún sprettur og hvernig megi hlúa að því. Tónlistin fæddist ekki í djúpinu og er ekki upprunnin meðal álfa. Hún er afrakstur þess góða starfs sem unnið hefur verið í tónlistarskólum landsins. Það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að skapa jarðveg þar sem gróska sem þessi er yfirhöfuð möguleg. Nú í haust er á ný boðið upp á Tónlistarbraut við Menntaskólann við Hamrahlíð í samstarfi við Tónlistarskólann í Reykjavík og aðra skóla. Skólarnir tveir tengjast sterkum böndum og hafa unnið náið saman í gegnum tíðina að því að skapa umhverfi fyrir ungt tónlistarfólk til þess að þroskast og dafna. Nú taka skólarnir höndum saman og vinna með jákvæðum hætti að nýrri námsskrá þar sem sköpun er skilgreind sem einn af grunnþáttum menntunar. Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur lengi verið mikilvæg uppeldisstöð tónlistarfólks og þar hefur ríkt sú stefna að tónlistarnám sé sjálfsagður partur af almennri menntun. Birtingarmynd þeirrar stefnu er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð sem lengi hefur verið eldisstöð ungra tónlistarmanna undir dyggri forystu Þorgerðar Ingólfsdóttur. Þar kemur saman ungt fólk og syngur og upp úr þeim jarðvegi hafa sprottið ótal hljómsveitir, kammerhópar og farsæl samvinna þeirra sem seinna urðu ástsælustu tónlistarmenn þjóðarinnar. Jafn ólíkt tónlistarfólk og Kristinn Sigmundsson og Ólöf Arnalds, Stuðmenn, Hjaltalín, Samaris, Moses Hightower og Retro Stefson hafa stigið sín fyrstu skref á tónlistarsviðinu í MH og óhætt er að segja að í engum framhaldsskóla hafi verið jafn öflugt tónlistarlíf. Tónlistarbrautin greiðir götu þeirra nemenda sem stunda tónlistarnám af alvöru og hugsunin á bak við hana er að skapa frjóan jarðveg fyrir ungt tónlistarfólk til þess að dýpka skilning, þekkingu og færni í tónlist og þeim fræðigreinum sem tengjast henni. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa nemendur nú tækifæri til þess að velja tónlist sem aðalnámsgrein og sækja öll þau námskeið sem tengjast tónlist, bæði í hljóðfæraleik og fræðigreinum við Tónlistarskólann í Reykjavík. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur alltaf verið vagga framhaldsmenntunar í tónlist og hefur þá stefnu að veita nemendum staðgóða klassíska menntun í tónlist sem nýtist fólki vel sama eftir hvaða refilstigum tónlistarinnar menn kjósa að fikra sig. Þar er lögð sérstök rækt við samleik og samvinnu nemenda, en við skólann er meðal annars starfrækt sinfóníuhljómsveit og kammersveitir af ýmsu tagi, svo sem strengjasveit, klarínettukór, flautukór, blásarasveit og ótal minni kammerhópar. Einnig er sett á svið ópera á hverju skólaári í Iðnó undir styrkri stjórn Þórunnar Guðmundsdóttur. Að því viðbættu stendur skólinn fyrir tónleikaröðum og ótal opinberum tónleikum víða um borgina á hverju skólaári þar sem nemendur hljóta nauðsynlega reynslu í því að koma fram. Þetta er reynsla og þekking sem er dýrmæt fyrir tónlistarmenn og ekki síður fyrir þá sem ekki gera tónlist að atvinnu sinni. Í tónlistarnámi læra menn góð og sjálfstæð vinnubrögð, að stilla saman strengi sína með öðru fólki og að koma fram, sem er gott veganesti út í lífið hvað sem menn taka sér fyrir hendur. Að því ógleymdu að upplifa galdur tónlistarinnar sem er nóg verðmæti í sjálfu sér. Það þarf ekki hagfræðiséní til þess að átta sig á því að það er skynsamlegt að nota augnablikið, velgengnina og þessa jákvæðu umfjöllun og veðja á íslenska tónlist. Að styrkja grunnstoðir tónlistarmenntunar og tryggja öruggt og frjótt umhverfi fyrir ungt tónlistarfólk svo það geti haldið áfram að blómstra og vekja undrun og eftirtekt í alþjóðasamfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Á þessum björtu haustdögum hefur borgin iðað af litríku mannlífi og tónlist hefur hljómað úr hverju horni. Fólk frá ólíkum heimshornum hefur sótt okkur heim og í nokkra daga hefur Reykjavík umbreyst í fjölþjóðlegt menningarsamfélag þar sem fólk kemur alls staðar að til þess að njóta íslenskrar tónlistar. Erlendir fjölmiðlar fjalla um íslenska tónlist af undrun og forvitni og velta fyrir sér hvernig það geti verið að svo lítið samfélag fóstri svo marga unga kraftmikla og hæfileikaríka tónlistarmenn. Blaðamenn skrifa háfleygar greinar um það að tónlistin sé sprottin frá fjöllunum, úr óravíddum hafsins og innblásin af hinni hrikalegu náttúru landsins. Að hún sé upprunnin úr ævintýraveröld þar sem tröll og huldufólk ráði ríkjum. Þessi umfjöllun er vafalaust fyrirtaks landkynning og stuðlar að bættri ímynd lands og þjóðar, svo ekki sé talað um þau skínandi góðu efnahagslegu áhrif sem íslensk tónlist hefur haft fyrir þjóðarbúið. Menn eru steini lostnir yfir tekjunum sem Airwaves-hátíðin hefur skilað til þjóðarinnar sem nema um 1,1 milljarði um síðustu helgi og trúa því vart að tónlistargyðjan færi okkur 15 milljarða á silfurfati inn í hagkerfið á ári hverju. Í framhaldi af þessari jákvæðu umfjöllun um íslenska tónlist er mikilvægt að gera sér grein fyrir upp úr hvaða umhverfi hún sprettur og hvernig megi hlúa að því. Tónlistin fæddist ekki í djúpinu og er ekki upprunnin meðal álfa. Hún er afrakstur þess góða starfs sem unnið hefur verið í tónlistarskólum landsins. Það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að skapa jarðveg þar sem gróska sem þessi er yfirhöfuð möguleg. Nú í haust er á ný boðið upp á Tónlistarbraut við Menntaskólann við Hamrahlíð í samstarfi við Tónlistarskólann í Reykjavík og aðra skóla. Skólarnir tveir tengjast sterkum böndum og hafa unnið náið saman í gegnum tíðina að því að skapa umhverfi fyrir ungt tónlistarfólk til þess að þroskast og dafna. Nú taka skólarnir höndum saman og vinna með jákvæðum hætti að nýrri námsskrá þar sem sköpun er skilgreind sem einn af grunnþáttum menntunar. Menntaskólinn við Hamrahlíð hefur lengi verið mikilvæg uppeldisstöð tónlistarfólks og þar hefur ríkt sú stefna að tónlistarnám sé sjálfsagður partur af almennri menntun. Birtingarmynd þeirrar stefnu er Kór Menntaskólans við Hamrahlíð sem lengi hefur verið eldisstöð ungra tónlistarmanna undir dyggri forystu Þorgerðar Ingólfsdóttur. Þar kemur saman ungt fólk og syngur og upp úr þeim jarðvegi hafa sprottið ótal hljómsveitir, kammerhópar og farsæl samvinna þeirra sem seinna urðu ástsælustu tónlistarmenn þjóðarinnar. Jafn ólíkt tónlistarfólk og Kristinn Sigmundsson og Ólöf Arnalds, Stuðmenn, Hjaltalín, Samaris, Moses Hightower og Retro Stefson hafa stigið sín fyrstu skref á tónlistarsviðinu í MH og óhætt er að segja að í engum framhaldsskóla hafi verið jafn öflugt tónlistarlíf. Tónlistarbrautin greiðir götu þeirra nemenda sem stunda tónlistarnám af alvöru og hugsunin á bak við hana er að skapa frjóan jarðveg fyrir ungt tónlistarfólk til þess að dýpka skilning, þekkingu og færni í tónlist og þeim fræðigreinum sem tengjast henni. Í Menntaskólanum við Hamrahlíð hafa nemendur nú tækifæri til þess að velja tónlist sem aðalnámsgrein og sækja öll þau námskeið sem tengjast tónlist, bæði í hljóðfæraleik og fræðigreinum við Tónlistarskólann í Reykjavík. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur alltaf verið vagga framhaldsmenntunar í tónlist og hefur þá stefnu að veita nemendum staðgóða klassíska menntun í tónlist sem nýtist fólki vel sama eftir hvaða refilstigum tónlistarinnar menn kjósa að fikra sig. Þar er lögð sérstök rækt við samleik og samvinnu nemenda, en við skólann er meðal annars starfrækt sinfóníuhljómsveit og kammersveitir af ýmsu tagi, svo sem strengjasveit, klarínettukór, flautukór, blásarasveit og ótal minni kammerhópar. Einnig er sett á svið ópera á hverju skólaári í Iðnó undir styrkri stjórn Þórunnar Guðmundsdóttur. Að því viðbættu stendur skólinn fyrir tónleikaröðum og ótal opinberum tónleikum víða um borgina á hverju skólaári þar sem nemendur hljóta nauðsynlega reynslu í því að koma fram. Þetta er reynsla og þekking sem er dýrmæt fyrir tónlistarmenn og ekki síður fyrir þá sem ekki gera tónlist að atvinnu sinni. Í tónlistarnámi læra menn góð og sjálfstæð vinnubrögð, að stilla saman strengi sína með öðru fólki og að koma fram, sem er gott veganesti út í lífið hvað sem menn taka sér fyrir hendur. Að því ógleymdu að upplifa galdur tónlistarinnar sem er nóg verðmæti í sjálfu sér. Það þarf ekki hagfræðiséní til þess að átta sig á því að það er skynsamlegt að nota augnablikið, velgengnina og þessa jákvæðu umfjöllun og veðja á íslenska tónlist. Að styrkja grunnstoðir tónlistarmenntunar og tryggja öruggt og frjótt umhverfi fyrir ungt tónlistarfólk svo það geti haldið áfram að blómstra og vekja undrun og eftirtekt í alþjóðasamfélagi.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun