Innlent

Vilja halda úti skrá um dæmda kynferðisbrotamenn

Hrund Þórsdóttir skrifar
Nefnd fjögurra ráðuneyta sem ætlað var að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum, leggur til að embætti saksóknara verði eflt til að takast á við málaflokkinn og að skoðað verði hvernig megi halda utan um skráningu dæmdra kynferðisbrotamanna.

Halla Gunnarsdóttir, fulltrúi innanríkisráðuneytisins í nefndinni, segir lagt til að ráðinn verði saksóknari við embætti ríkissaksóknara.

„Stór hluti af þeim málum sem ríkissaksóknari sem fæst við eru kynferðisbrotamál, um 40 prósent mála. Þær tillögur sem lúta að því að efla ríkissaksóknara og lögregluna, hugmyndin er að þær verði eyrnamerktar þessum málaflokki," segir Halla.

Halla segir að markmiðið sé bregðast við bráðum vanda sem kominn sé upp.

„Það fer að nálgast það að það séu komin inn jafnmörg kynferðisbrotamál til lögreglu, á fyrstu mánuðum þessa árs eins og venjulega sé á einu ári."

Nefndin telur einnig ráðlegt að tekið verði til skoðunar hvernig halda megi utan um skráningar á dæmdum kynferðisbrotamönnum.

„Og hvernig megi upplýsa lögreglu og barnaverndaryfirvöld þegar hættulegir menn fara út úr fangeli og setjast að á ákveðnum stöðum. Þarna vegast á ýmis sjónarmið, persónuverndarsjónarmið og sú regla réttarkerfisins þegar afplánun er lokið eru menn frjálsir.

„Við erum enga að síðu að reyna koma til móts við það, að það eru mjög hættulegir menn sem eru líklegir til að halda áfram að brjóta af sér. Við erum að velta því fyrir okkur hvernig er hægt að bregðast við því. Ef það tekst bara að stoppa einn, þá erum við búin að ná góðum árangri," segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×