Lífið

Óvæntur endir í síðasta þættinum

Síðasti þáttur vetrarins af Spurningabombunni fer í loftið á Stöð 2 í kvöld klukkan 20.05 og getur vægast sagt allt gerst.

Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi mun Spurningabomban, undir stjórn sjónvarpsmannsins knáa Loga Bergmanns, fara í óvæntar áttir og nokkuð ljóst að enginn má láta þáttinn framhjá sér fara.

Liðin tvö undirbúa sig.

Gestir þáttarins eru heldur ekki af lakari gerðinni. Leikarinn Bergur Þór Ingólfsson og leikkonan Katla Margrét Þorgeirsdóttir etja kappi við grínarana Þorstein Guðmundsson og Önnu Svövu.

Léttur Logi.

Stóra spurningin er ekki hver vinnur heldur hvernig endar þetta allt saman?

Skeggrætt í sminki.

Sjá sýnishorn úr þættinum hér.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.