Er lífræn vottun sölubrella? Hrannar Smári Hilmarsson skrifar 19. október 2013 06:00 Lífræn ræktun hefur verið nokkuð í umræðunni síðustu vikur og nær þessi ræktunarstefna og lífsspeki stundum athygli fjölmiðla. Mér finnst einkennilegt hve gagnrýnislaus þessi umræða er. Ég velti því fyrir mér hvort lífræn ræktun sé hafin yfir alla gagnrýni. Ég leyfi mér að efast um það og vona að lífrænir neytendur og framleiðendur fagni gagnrýnni umræðu. Lífrænni ræktun er gjarnan lýst sem aðferð til þess að stunda landbúnað í sátt við umhverfi og náttúru, án tilbúinna efna að einhverju leyti, með það að markmiði að rækta frjósaman jarðveg og njóta þess sem hann gefur af sér. Landbúnaður á heimsvísu er áhyggjuefni og það ekki að ástæðulausu. Meðan milljónir svelta fjölgar mannkyninu og ræktarlönd tapast. Áhyggjuefni komandi kynslóða verður framboð á ræktanlegum jarðvegi, drykkjarhæfu vatni. Það er algengur misskilningur að í lífrænni ræktun liggi lausn við áðurnefndum vandamálum. Það er engin töfralausn. Reynsla mín er nokkuð önnur en sú mynd sem alla jafna er dregin upp af lífrænni ræktun. Ég starfaði við lífræna ræktun í þrjú ræktunartímabil og hef setið fjölda námskeiða í lífrænni ræktun, meðal annars við Landbúnaðarháskóla Íslands. Frá mínu sjónarhorni er lífræn ræktun skemmtileg og krefjandi. Mikil áskorun felst í að takast á við vandamál eins og áburðargjöf og varnir gegn skaðvöldum með öðrum leiðum en kemískum skyndilausnum.Ekki minna auðvaldssinnuð Víðs vegar eru tilfallandi áburðarefni sem nota mætti í ræktun, til dæmis er úrgangur frá svepparækt frjósamt og smitfrítt efni. Sveppamassi er samt bannaður (möguleiki á undanþágu) í lífrænni ræktun vegna þess að sveppaframleiðandinn hefur ekki lífræna vottun, samt koma engin önnur en lífræn efni til sögunnar við svepparæktina. Annað dæmi var næsti bær en þar var stundaður sauðfjárbúskapur. Það hefði leyst mörg vandamál í okkar ræktun að fá eina traktorskóflu af sauðataði á viku sem áburðarefni, enda sauðatað mjög frjósamt efni. Þetta var stranglega bannað því sauðfjárbúið var ekki lífrænt vottað. Við þurftum því að flytja inn lífrænt vottaðan áburð frá Þýskalandi. Reglulega komu brúsar fullir af lífrænt vottuðu og illa lyktandi þykkni. Þessu sulli var svo sprautað yfir allar plöntur og árangurinn lét ekki á sér standa, plönturnar uxu vel og sýndu ekki framar skortseinkenni. Enn þann dag í dag velti ég því fyrir mér hvað var í brúsunum fyrir utan nitur, fosfór og kalí og hvort það hafi verið í lagi að nota það til matvælaframleiðslu. Kannski var í þeim smit sem vill svo gjarnan fylgja náttúrulegum efnum, E.coli, salmonella eða eitthvað þaðan af verra. Vorum við ef til vill að stofna neytendum í stórhættu, þeim sömu og trúa því að lífrænar vörur séu hreinar og náttúrulega hollar? Þannig er málum nefnilega háttað að til þess að fá lífræna vottun þurfa öll aðföng í ræktunarferlinu að vera lífrænt vottuð. Lífræn vottun er ekki ódýr og raunar tekur vottunarstofan rentu af hagnaði framleiðandans. Þessi aðferð, þar sem allir aðilar innan kerfisins þurfa að versla innbyrðis, stóreykur hagnað vottunarstofa víðs vegar um heim. Viðskiptamódelum af þessu tagi sem kallast fjölþrepamarkaðskerfi eru gjarnan líkt við pýramída. Lífræn ræktun er því í raun ekki minna auðvaldssinnuð en hvað annað, því ekki er aðeins verið að selja minna hollan (og jafnvel hættulegan) mat heldur einnig ímynd um að svo sé ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Lífræn ræktun hefur verið nokkuð í umræðunni síðustu vikur og nær þessi ræktunarstefna og lífsspeki stundum athygli fjölmiðla. Mér finnst einkennilegt hve gagnrýnislaus þessi umræða er. Ég velti því fyrir mér hvort lífræn ræktun sé hafin yfir alla gagnrýni. Ég leyfi mér að efast um það og vona að lífrænir neytendur og framleiðendur fagni gagnrýnni umræðu. Lífrænni ræktun er gjarnan lýst sem aðferð til þess að stunda landbúnað í sátt við umhverfi og náttúru, án tilbúinna efna að einhverju leyti, með það að markmiði að rækta frjósaman jarðveg og njóta þess sem hann gefur af sér. Landbúnaður á heimsvísu er áhyggjuefni og það ekki að ástæðulausu. Meðan milljónir svelta fjölgar mannkyninu og ræktarlönd tapast. Áhyggjuefni komandi kynslóða verður framboð á ræktanlegum jarðvegi, drykkjarhæfu vatni. Það er algengur misskilningur að í lífrænni ræktun liggi lausn við áðurnefndum vandamálum. Það er engin töfralausn. Reynsla mín er nokkuð önnur en sú mynd sem alla jafna er dregin upp af lífrænni ræktun. Ég starfaði við lífræna ræktun í þrjú ræktunartímabil og hef setið fjölda námskeiða í lífrænni ræktun, meðal annars við Landbúnaðarháskóla Íslands. Frá mínu sjónarhorni er lífræn ræktun skemmtileg og krefjandi. Mikil áskorun felst í að takast á við vandamál eins og áburðargjöf og varnir gegn skaðvöldum með öðrum leiðum en kemískum skyndilausnum.Ekki minna auðvaldssinnuð Víðs vegar eru tilfallandi áburðarefni sem nota mætti í ræktun, til dæmis er úrgangur frá svepparækt frjósamt og smitfrítt efni. Sveppamassi er samt bannaður (möguleiki á undanþágu) í lífrænni ræktun vegna þess að sveppaframleiðandinn hefur ekki lífræna vottun, samt koma engin önnur en lífræn efni til sögunnar við svepparæktina. Annað dæmi var næsti bær en þar var stundaður sauðfjárbúskapur. Það hefði leyst mörg vandamál í okkar ræktun að fá eina traktorskóflu af sauðataði á viku sem áburðarefni, enda sauðatað mjög frjósamt efni. Þetta var stranglega bannað því sauðfjárbúið var ekki lífrænt vottað. Við þurftum því að flytja inn lífrænt vottaðan áburð frá Þýskalandi. Reglulega komu brúsar fullir af lífrænt vottuðu og illa lyktandi þykkni. Þessu sulli var svo sprautað yfir allar plöntur og árangurinn lét ekki á sér standa, plönturnar uxu vel og sýndu ekki framar skortseinkenni. Enn þann dag í dag velti ég því fyrir mér hvað var í brúsunum fyrir utan nitur, fosfór og kalí og hvort það hafi verið í lagi að nota það til matvælaframleiðslu. Kannski var í þeim smit sem vill svo gjarnan fylgja náttúrulegum efnum, E.coli, salmonella eða eitthvað þaðan af verra. Vorum við ef til vill að stofna neytendum í stórhættu, þeim sömu og trúa því að lífrænar vörur séu hreinar og náttúrulega hollar? Þannig er málum nefnilega háttað að til þess að fá lífræna vottun þurfa öll aðföng í ræktunarferlinu að vera lífrænt vottuð. Lífræn vottun er ekki ódýr og raunar tekur vottunarstofan rentu af hagnaði framleiðandans. Þessi aðferð, þar sem allir aðilar innan kerfisins þurfa að versla innbyrðis, stóreykur hagnað vottunarstofa víðs vegar um heim. Viðskiptamódelum af þessu tagi sem kallast fjölþrepamarkaðskerfi eru gjarnan líkt við pýramída. Lífræn ræktun er því í raun ekki minna auðvaldssinnuð en hvað annað, því ekki er aðeins verið að selja minna hollan (og jafnvel hættulegan) mat heldur einnig ímynd um að svo sé ekki.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun