Stórleikarinn Alec Baldwin á von á barni með eiginkonu sinni Hilaria Thomas. Hann vill gera allt til að reyna að vernda einkalíf sitt.Alec á fyrir dótturina Ireland, sautján ára, með fyrrverandi eiginkonu sinni Kim Basinger. Ýmislegt hefur gengið á í þeirra sambandi og vill Alec reyna að halda næsta barni úr sviðsljósinu.
Styttist í barn hjá turtildúfunum.“Ég væri til í ef hún tæki aldrei eftir því að ég væri opinber manneskja. Það væri himnaríki líkast,” segir Alec. Aðspurður hvort hann vilji hætta að leika stendur ekki á svörunum.
Alec spjallar við Ireland.“Það væri það besta í heiminum. Ef ég gæti fundið eitthvað annað að gera.”