Gæti þurft að senda sjúklinga til útlanda Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. febrúar 2013 06:00 Meira en níu af hverjum tíu hjúkrunarfræðingum sem sóttu fjölmennan fund um samningstilboð LSH og ríkisins á mánudagskvöld vildu hafna tilboðinu.Fréttablaðið/vilhelm Hjúkrunarfræðingar sem sagt hafa upp störfum við Landspítalann hafa fram í byrjun næstu viku til að sjá sig um hönd. Ekki næst saman í samninganefnd um endurskoðun stofnanasamnings. Spítalinn undirbýr einhliða breytingar á kjörum. Komi í ljós að þorri þeirra hjúkrunarfræðinga sem sagt hafa upp störfum á Landspítalanum (LSH) ætli ekki að snúa aftur þar til starfa hefst endurskipulagning á starfsemi spítalans. Hluti af slíkri endurskoðun yrði að ákveða hvaða sjúklinga þyrfti að senda til útlanda í aðgerðir. Uppsagnir 260 hjúkrunarfræðinga taka gildi um næstu mánaðamót og tuttugu til viðbótar mánuði síðar. Eftir stíf fundahöld síðustu vikur í samstarfsnefnd um endurskoðun stofnanasamnings hjúkrunarfræðinga lýsti spítalinn því yfir fyrir síðustu helgi að til stæði að hækka laun hjúkrunarfræðinga í samræmi við framlag ríkisstjórnarinnar í tengslum við svokallaða jafnlaunastefnu. Við breytinguna hækka laun hjúkrunarfræðinga að meðaltali um 25 þúsund krónur á mánuði. Fulltrúar hjúkrunarfræðinga kynntu í gær samstarfsnefndinni, eftir afgerandi niðurstöðu á hópfundi hjúkrunarfræðinga á mánudagskvöld, að þeir ætluðu ekki að vera með í endurnýjun samningsins eins og hún hefði verið lögð upp. „Ef þetta heldur svona áfram yfir lengri tíma mun heilbrigðisþjónusta ekki vera sú sama og áður á Íslandi," segir Björn Zoëga, forstjóri LSH. Stór hluti hjúkrunarfræðinganna sem sagt hafa upp sinnir mjög sérhæfðum störfum. Björn segir að endurskipulagning á starfsemi spítalans verði hafin þegar fyrir liggi hvort allir standi við uppsögn sína. Spítalinn vinni hins vegar áfram út frá þeirri forsendu að deilan leysist. Að sögn Björns hafa þeir hjúkrunarfræðingar sem sagt hafa upp frest til 12. þessa mánaðar til að gera upp hug sinn varðandi afturköllun uppsagnar. Vonir spítalans standa til þess að uppsagnirnar gangi ekki eftir. „En núna er okkar verkefni að sjá til þess að þessir peningar sem við höfum gangi til okkar starfsmanna eftir þeim línum sem um hefur verið rætt í samstarfsnefndinni." Þá segir Björn skilaboðin síðustu tvær vikur hafa verið mjög skýr frá ríkisvaldinu um að spítalinn fengi ekki hærri upphæðir til að vinna með en þegar hafi verið veittar til lausnar deilunni. „Eins og staðan er núna sé ég ekki að einhver nýr peningur sé að koma inn í þetta þótt við myndum auðvitað fagna slíku. Við höfum oft sagt að okkar fólk sé almennt of lágt launað og það myndi gefa okkur tækifæri til að leiðrétta eins mikið og hægt er." Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar sem sagt hafa upp störfum við Landspítalann hafa fram í byrjun næstu viku til að sjá sig um hönd. Ekki næst saman í samninganefnd um endurskoðun stofnanasamnings. Spítalinn undirbýr einhliða breytingar á kjörum. Komi í ljós að þorri þeirra hjúkrunarfræðinga sem sagt hafa upp störfum á Landspítalanum (LSH) ætli ekki að snúa aftur þar til starfa hefst endurskipulagning á starfsemi spítalans. Hluti af slíkri endurskoðun yrði að ákveða hvaða sjúklinga þyrfti að senda til útlanda í aðgerðir. Uppsagnir 260 hjúkrunarfræðinga taka gildi um næstu mánaðamót og tuttugu til viðbótar mánuði síðar. Eftir stíf fundahöld síðustu vikur í samstarfsnefnd um endurskoðun stofnanasamnings hjúkrunarfræðinga lýsti spítalinn því yfir fyrir síðustu helgi að til stæði að hækka laun hjúkrunarfræðinga í samræmi við framlag ríkisstjórnarinnar í tengslum við svokallaða jafnlaunastefnu. Við breytinguna hækka laun hjúkrunarfræðinga að meðaltali um 25 þúsund krónur á mánuði. Fulltrúar hjúkrunarfræðinga kynntu í gær samstarfsnefndinni, eftir afgerandi niðurstöðu á hópfundi hjúkrunarfræðinga á mánudagskvöld, að þeir ætluðu ekki að vera með í endurnýjun samningsins eins og hún hefði verið lögð upp. „Ef þetta heldur svona áfram yfir lengri tíma mun heilbrigðisþjónusta ekki vera sú sama og áður á Íslandi," segir Björn Zoëga, forstjóri LSH. Stór hluti hjúkrunarfræðinganna sem sagt hafa upp sinnir mjög sérhæfðum störfum. Björn segir að endurskipulagning á starfsemi spítalans verði hafin þegar fyrir liggi hvort allir standi við uppsögn sína. Spítalinn vinni hins vegar áfram út frá þeirri forsendu að deilan leysist. Að sögn Björns hafa þeir hjúkrunarfræðingar sem sagt hafa upp frest til 12. þessa mánaðar til að gera upp hug sinn varðandi afturköllun uppsagnar. Vonir spítalans standa til þess að uppsagnirnar gangi ekki eftir. „En núna er okkar verkefni að sjá til þess að þessir peningar sem við höfum gangi til okkar starfsmanna eftir þeim línum sem um hefur verið rætt í samstarfsnefndinni." Þá segir Björn skilaboðin síðustu tvær vikur hafa verið mjög skýr frá ríkisvaldinu um að spítalinn fengi ekki hærri upphæðir til að vinna með en þegar hafi verið veittar til lausnar deilunni. „Eins og staðan er núna sé ég ekki að einhver nýr peningur sé að koma inn í þetta þótt við myndum auðvitað fagna slíku. Við höfum oft sagt að okkar fólk sé almennt of lágt launað og það myndi gefa okkur tækifæri til að leiðrétta eins mikið og hægt er."
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira