Misbýður yfirlýsing stjórnar Stúdentaráðs frá því í nótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2013 11:20 Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðum í ráðinu og núverandi frambjóðendum misbýður yfirlýsing sem stjórn Stúdentaráðs sendi frá sér í nótt. Tveir fyrrverandi starfsmenn Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins eins og fjallað hefur verið um á Vísi í dag. Stúdentaráð birti tilkynningu þess efnis í gærkvöldi að nýjar verklagsreglur hefðu verið teknar í gagnið meðal annars vegna umrædds máls. Í yfirlýsingu sem Röskva sendir frá sér er framganga meirihlutans í Stúdentaráði sögð ömurleg. Það hafi verið fyrir tilstuðlan Röskvuliða í stjórn að umrætt mál hafi verið tekið upp og krafist upplýsinga. Málið eigi rætur að rekja til þess að núverandi meðlimir í stjórn hafi tekið eftir óútskýrðri tölu í ársreikningi Stúdentaráðs. „Röskva reyndi að hefja málið yfir þann skotgrafahernað sem stúdentapólitík einkenndist af á árum áður með því að vinna að sameiginlegri ályktun með Vöku. Í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í nótt sér Röskva – Samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands þann eina kost í stöðunni að koma ákveðnum staðreyndum á hreint," segir í yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Röskvuliðar segjast hafa samþykkt að stjórn Stúdentaráðs sem heild sendi frá sér heiðarlega yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem greint yrði frá málavöxtum. „Hvatinn að þeirri yfirlýsingu, sem send var út í gær, var sá að stuðla að gagnsæi og axla ábyrgð á þeim slælegu vinnubrögðum sem hafa einkennt meðferð þessa máls. Yfirlýsingin var afrakstur þess samstarfs sem Röskva hafði frumkvæði að." Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs, sagði í samtali við Vísi í dag að slæmt orðalag í upphaflegu yfirlýsingunni hafi verið að ræða. Í tilkynningunni kom fram að að fyrrverandi framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins hefðu „vísvitandi í eigin þágu" farið fram yfir umsamda upphæð á útgáfukortum sem þeir höfðu undir höndum sem starfsmenn ráðsins. Jón Atli þvertók fyrir að um fjárdrátt hefði verið að ræða, eins og mögulega mætti misskilja af orðalagi í fyrri yfirlýsingunni, og vísaði í yfirlýsingu frá stjórn Stúdentaráðs sem send var út í nótt. Í tilkynningunni frá Röskvu segir að í skjóli nætur hafi meirihluti stjórnar sent frá sér aðra yfirlýsingu án samþykkis stjórnarmeðlima Röskvu. Hún sé tilraun meirihluta Vöku til hvítþvottar af allri ábyrgð eins og segir í yfirlýsingunni. Síðari yfirlýsinguna má sjá í lok fyrstu fréttar Vísis af málinu. Yfirlýsing RöskvuRöskvu misbýður yfirlýsing stjórnar Stúdentaráðs í nótt6. febrúar 2013Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðar í Stúdentaráði og núverandi frambjóðendur Röskvu til Stúdentaráðs Háskóla Íslands senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:Röskva telur að framganga meirihlutans í stjórn Stúdentaráðs sé ömurleg. Um leið og núverandi Röskvuliðar í stjórn komust að málinu tóku þeir það upp, kröfðust upplýsinga og lögðu fyrir stjórn Stúdentaráðs.Röskva reyndi að hefja málið yfir þann skotgrafahernað sem stúdentapólitík einkenndist af á árum áður með því að vinna að sameiginlegri ályktun með Vöku. Í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í nótt sér Röskva – Samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands þann eina kost í stöðunni að koma ákveðnum staðreyndum á hreint.Afhjúpun þessa máls á rætur að rekja til þess að núverandi meðlimir Röskvu í stjórn SHÍ hnutu um óútskýrða tölu í ársreikningi Stúdentaráðs. Í ljós kom að um var að ræða skuld sem stofnast hafði til vegna þess að fyrrum starfsmenn skrifstofu Stúdentaráðs fóru yfir heimild sína á úttektakortum sem þeir höfðu til umráða vegnastarfa sinna við Stúdentaráð. Tekið skal fram að óumdeilt er að skuldin er nú að fullu greidd.Núverandi stjórnarmeðlimir Röskvu hafa frá upphafi litið þetta mál alvarlegum augum og ætíð litið svo á að þær upplýsingar sem um ræðir ætti að opinbera, sérstaklega í ljósi þess að Stúdentaráð starfar í umboði stúdenta og hefur til umráða opinbert fé sem verja skal í þágu hagsmunabaráttu stúdenta.Með það fyrir augum að halda áfram góðu samstarfi innan Stúdentaráðs taldi Röskva best að stjórn Stúdentaráðs sem heild sendi frá sér heiðarlega yfirlýsingu þar sem greint yrði frá málavöxtum. Hvatinn að þeirri yfirlýsingu, sem send var út ígær, var sá að stuðla að gagnsæi og axla ábyrgð á þeim slælegu vinnubrögðum sem hafa einkennt meðferð þessa máls. Yfirlýsingin var afrakstur þess samstarfs sem Röskva hafði frumkvæði að.Í skjóli nætur var gefin út önnur yfirlýsing sem stafar eingöngu frá meirihluta stjórnar SHÍ án samþykkis stjórnarmeðlima Röskvu. Þessi yfirlýsing er tilraun meirihluta Vöku til hvítþvottar af allri ábyrgð. Sú yfirlýsing var mjög ólík þeirri fyrri og gengurbeinlínis gegn þeirri sátt sem ríkti um fyrri yfirlýsingu. Við Röskvuliðar teljum að sú tilraun sé Stúdentaráði hreinlega til minnkunar. Tengdar fréttir Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50 Slæmt orðalag í tilkynningu uppspretta misskilnings Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða. 6. febrúar 2013 10:46 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðum í ráðinu og núverandi frambjóðendum misbýður yfirlýsing sem stjórn Stúdentaráðs sendi frá sér í nótt. Tveir fyrrverandi starfsmenn Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins eins og fjallað hefur verið um á Vísi í dag. Stúdentaráð birti tilkynningu þess efnis í gærkvöldi að nýjar verklagsreglur hefðu verið teknar í gagnið meðal annars vegna umrædds máls. Í yfirlýsingu sem Röskva sendir frá sér er framganga meirihlutans í Stúdentaráði sögð ömurleg. Það hafi verið fyrir tilstuðlan Röskvuliða í stjórn að umrætt mál hafi verið tekið upp og krafist upplýsinga. Málið eigi rætur að rekja til þess að núverandi meðlimir í stjórn hafi tekið eftir óútskýrðri tölu í ársreikningi Stúdentaráðs. „Röskva reyndi að hefja málið yfir þann skotgrafahernað sem stúdentapólitík einkenndist af á árum áður með því að vinna að sameiginlegri ályktun með Vöku. Í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í nótt sér Röskva – Samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands þann eina kost í stöðunni að koma ákveðnum staðreyndum á hreint," segir í yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Röskvuliðar segjast hafa samþykkt að stjórn Stúdentaráðs sem heild sendi frá sér heiðarlega yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem greint yrði frá málavöxtum. „Hvatinn að þeirri yfirlýsingu, sem send var út í gær, var sá að stuðla að gagnsæi og axla ábyrgð á þeim slælegu vinnubrögðum sem hafa einkennt meðferð þessa máls. Yfirlýsingin var afrakstur þess samstarfs sem Röskva hafði frumkvæði að." Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs, sagði í samtali við Vísi í dag að slæmt orðalag í upphaflegu yfirlýsingunni hafi verið að ræða. Í tilkynningunni kom fram að að fyrrverandi framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi ráðsins hefðu „vísvitandi í eigin þágu" farið fram yfir umsamda upphæð á útgáfukortum sem þeir höfðu undir höndum sem starfsmenn ráðsins. Jón Atli þvertók fyrir að um fjárdrátt hefði verið að ræða, eins og mögulega mætti misskilja af orðalagi í fyrri yfirlýsingunni, og vísaði í yfirlýsingu frá stjórn Stúdentaráðs sem send var út í nótt. Í tilkynningunni frá Röskvu segir að í skjóli nætur hafi meirihluti stjórnar sent frá sér aðra yfirlýsingu án samþykkis stjórnarmeðlima Röskvu. Hún sé tilraun meirihluta Vöku til hvítþvottar af allri ábyrgð eins og segir í yfirlýsingunni. Síðari yfirlýsinguna má sjá í lok fyrstu fréttar Vísis af málinu. Yfirlýsing RöskvuRöskvu misbýður yfirlýsing stjórnar Stúdentaráðs í nótt6. febrúar 2013Stjórn Röskvu í Stúdentaráði, Röskvuliðar í Stúdentaráði og núverandi frambjóðendur Röskvu til Stúdentaráðs Háskóla Íslands senda frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:Röskva telur að framganga meirihlutans í stjórn Stúdentaráðs sé ömurleg. Um leið og núverandi Röskvuliðar í stjórn komust að málinu tóku þeir það upp, kröfðust upplýsinga og lögðu fyrir stjórn Stúdentaráðs.Röskva reyndi að hefja málið yfir þann skotgrafahernað sem stúdentapólitík einkenndist af á árum áður með því að vinna að sameiginlegri ályktun með Vöku. Í ljósi þess hvernig mál hafa þróast í nótt sér Röskva – Samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands þann eina kost í stöðunni að koma ákveðnum staðreyndum á hreint.Afhjúpun þessa máls á rætur að rekja til þess að núverandi meðlimir Röskvu í stjórn SHÍ hnutu um óútskýrða tölu í ársreikningi Stúdentaráðs. Í ljós kom að um var að ræða skuld sem stofnast hafði til vegna þess að fyrrum starfsmenn skrifstofu Stúdentaráðs fóru yfir heimild sína á úttektakortum sem þeir höfðu til umráða vegnastarfa sinna við Stúdentaráð. Tekið skal fram að óumdeilt er að skuldin er nú að fullu greidd.Núverandi stjórnarmeðlimir Röskvu hafa frá upphafi litið þetta mál alvarlegum augum og ætíð litið svo á að þær upplýsingar sem um ræðir ætti að opinbera, sérstaklega í ljósi þess að Stúdentaráð starfar í umboði stúdenta og hefur til umráða opinbert fé sem verja skal í þágu hagsmunabaráttu stúdenta.Með það fyrir augum að halda áfram góðu samstarfi innan Stúdentaráðs taldi Röskva best að stjórn Stúdentaráðs sem heild sendi frá sér heiðarlega yfirlýsingu þar sem greint yrði frá málavöxtum. Hvatinn að þeirri yfirlýsingu, sem send var út ígær, var sá að stuðla að gagnsæi og axla ábyrgð á þeim slælegu vinnubrögðum sem hafa einkennt meðferð þessa máls. Yfirlýsingin var afrakstur þess samstarfs sem Röskva hafði frumkvæði að.Í skjóli nætur var gefin út önnur yfirlýsing sem stafar eingöngu frá meirihluta stjórnar SHÍ án samþykkis stjórnarmeðlima Röskvu. Þessi yfirlýsing er tilraun meirihluta Vöku til hvítþvottar af allri ábyrgð. Sú yfirlýsing var mjög ólík þeirri fyrri og gengurbeinlínis gegn þeirri sátt sem ríkti um fyrri yfirlýsingu. Við Röskvuliðar teljum að sú tilraun sé Stúdentaráði hreinlega til minnkunar.
Tengdar fréttir Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50 Slæmt orðalag í tilkynningu uppspretta misskilnings Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða. 6. febrúar 2013 10:46 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Ofgreiðsla launa leiddi til nýrra verklagsreglna Framkvæmdastjóri og hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs starfsárið 2011-2012 þurftu að endurgreiða rúmlega hálfa milljón króna til ráðsins. Ástæðan var sú að þeir fór fram yfir umsamda upphæð á úttektarkortum hjá N1. 6. febrúar 2013 09:50
Slæmt orðalag í tilkynningu uppspretta misskilnings Jón Atli Hermannsson, varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að ráðið harmi fréttaflutning þess efnis að um fjárdrátt fyrrverandi starfsmanna ráðsins hafi verið að ræða. 6. febrúar 2013 10:46