Allt of lítill fyrirvari hjá Íslandspósti Jón Axel Ólafsson skrifar 1. mars 2013 06:00 Þegar fjölskylda kaupir áskrift að Disney-bókum og -blöðum eins og t.d. Andrési önd, Syrpu eða Disney-klúbbsbókum, gengur hún að áskriftarverðinu sem vísu eitt ár fram í tímann. Ekki ósvipað og þegar hótel selur ferðamönnum gistingu á ákveðnu verði eftir marga mánuði. Um miðjan janúar síðastliðinn tilkynnti Íslandspóstur að þann 1. apríl næstkomandi myndu póstburðargjöld Eddu útgáfu fyrir tímarit Andrésar andar og aðrar áskriftir hjá Eddu hækka um allt að 85%. Hjá öðrum útgefendum blaða og tímarita er einnig um miklar hækkanir á póstburðargjöldum að ræða. Þessi fyrirvaralitla hækkun Íslandspósts er jafn vanhugsuð og þegar stjórnvöld ætluðu að snarhækka virðisaukaskatt á gistingu eftir að búið var að gefa út verðskrár. Edda útgáfa, sem og aðrir útgefendur, hafa engan möguleika á að velta fyrirvaralítilli hækkun á dreifingarkostnaði út í verðlagið. Hækkun Íslandspósts mun skella af fullu afli á þeim. Í tilfelli Eddu útgáfu er hækkunin í kringum 8 milljónir króna á ári, eða sem nemur meðalárslaunum tveggja starfsmanna.Verðhækkunin of brött Útgefendur hafa almennt skilning á því að Íslandspóstur þurfi að breyta gjaldskrá til að rekstur fyrirtækisins gangi upp. En þessi vinnubrögð ganga ekki. Það er lágmarkskrafa Eddu útgáfu og annarra útgefenda að gjaldskrárbreytingum verði dreift í smærri skrefum yfir lengra tímabil. Það hefur aldrei verið auðvelt að gefa út lesefni fyrir börn og unglinga á því litla málsvæði sem íslenskan er. Hin bratta verðhækkun Íslandspósts er tilræði við þetta mikilvæga starf.Yndislestri barna stefnt í voða Flestir sem til þekkja hafa áhyggjur af minnkandi yndislestri íslenskra barna og unglinga. Lestur fer halloka fyrir sjónvarpi, tölvum og snjallsímum. Til allrar hamingju eiga Andrés önd, Syrpa og Disney-klúbburinn stóran þátt í að viðhalda áhuga ungra lesenda. Samtals eru 250 þúsund eintök af þeim send út á hverju ári, eða tæplega 4 þúsund á viku að jafnaði. Óhætt er að fullyrða að 4-5 lesendur séu um hvert eintak. Það má benda á að Disney-syrpan hefur í mörg ár verið eitt vinsælasta lesefnið í bókasöfnum landsins. Þessari miklu útbreiðslu er nú stefnt í voða með illa ígrundaðri hækkun póstburðargjalda. Áratugum saman hefur verið menningarpólitísk samstaða um að lesefni á íslensku eigi greiðan aðgang að heimilum landsmanna með hlutfallslega lægri burðargjöldum en á gluggapósti. En Íslandspóstur segist vera m.a. að bregðast við þrýstingi frá eftirlitsstofnunum um að burðargjald eigi að endurspegla raunverulegan kostnað af þjónustunni. Með öðrum orðum, eftirlitsstofnanir eru farnar að stjórna íslenskri menningarþróun og þannig hafa áhrif á möguleika ungra Íslendinga til að efla lesturshæfni sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Þegar fjölskylda kaupir áskrift að Disney-bókum og -blöðum eins og t.d. Andrési önd, Syrpu eða Disney-klúbbsbókum, gengur hún að áskriftarverðinu sem vísu eitt ár fram í tímann. Ekki ósvipað og þegar hótel selur ferðamönnum gistingu á ákveðnu verði eftir marga mánuði. Um miðjan janúar síðastliðinn tilkynnti Íslandspóstur að þann 1. apríl næstkomandi myndu póstburðargjöld Eddu útgáfu fyrir tímarit Andrésar andar og aðrar áskriftir hjá Eddu hækka um allt að 85%. Hjá öðrum útgefendum blaða og tímarita er einnig um miklar hækkanir á póstburðargjöldum að ræða. Þessi fyrirvaralitla hækkun Íslandspósts er jafn vanhugsuð og þegar stjórnvöld ætluðu að snarhækka virðisaukaskatt á gistingu eftir að búið var að gefa út verðskrár. Edda útgáfa, sem og aðrir útgefendur, hafa engan möguleika á að velta fyrirvaralítilli hækkun á dreifingarkostnaði út í verðlagið. Hækkun Íslandspósts mun skella af fullu afli á þeim. Í tilfelli Eddu útgáfu er hækkunin í kringum 8 milljónir króna á ári, eða sem nemur meðalárslaunum tveggja starfsmanna.Verðhækkunin of brött Útgefendur hafa almennt skilning á því að Íslandspóstur þurfi að breyta gjaldskrá til að rekstur fyrirtækisins gangi upp. En þessi vinnubrögð ganga ekki. Það er lágmarkskrafa Eddu útgáfu og annarra útgefenda að gjaldskrárbreytingum verði dreift í smærri skrefum yfir lengra tímabil. Það hefur aldrei verið auðvelt að gefa út lesefni fyrir börn og unglinga á því litla málsvæði sem íslenskan er. Hin bratta verðhækkun Íslandspósts er tilræði við þetta mikilvæga starf.Yndislestri barna stefnt í voða Flestir sem til þekkja hafa áhyggjur af minnkandi yndislestri íslenskra barna og unglinga. Lestur fer halloka fyrir sjónvarpi, tölvum og snjallsímum. Til allrar hamingju eiga Andrés önd, Syrpa og Disney-klúbburinn stóran þátt í að viðhalda áhuga ungra lesenda. Samtals eru 250 þúsund eintök af þeim send út á hverju ári, eða tæplega 4 þúsund á viku að jafnaði. Óhætt er að fullyrða að 4-5 lesendur séu um hvert eintak. Það má benda á að Disney-syrpan hefur í mörg ár verið eitt vinsælasta lesefnið í bókasöfnum landsins. Þessari miklu útbreiðslu er nú stefnt í voða með illa ígrundaðri hækkun póstburðargjalda. Áratugum saman hefur verið menningarpólitísk samstaða um að lesefni á íslensku eigi greiðan aðgang að heimilum landsmanna með hlutfallslega lægri burðargjöldum en á gluggapósti. En Íslandspóstur segist vera m.a. að bregðast við þrýstingi frá eftirlitsstofnunum um að burðargjald eigi að endurspegla raunverulegan kostnað af þjónustunni. Með öðrum orðum, eftirlitsstofnanir eru farnar að stjórna íslenskri menningarþróun og þannig hafa áhrif á möguleika ungra Íslendinga til að efla lesturshæfni sína.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun