
Ferðafrelsi – fyrir hverja?
Mikið er hamrað á því að fatlaðir einstaklingar og aldrað fólk komist ekki í óbyggðir sökum þess að það geti ekki gengið og borið farangurinn sinn. Þar af leiðandi þyrfti þetta fólk að nota farartæki af ýmsum gerðum. En þá spyr ég á móti: Var einhver að spá í fjölda fólks sem á ekki tól og tæki til að brölta um á hálendinu eins og þeim sýnist? Og kemst þar af leiðandi ekki á alla staði? Ég held að flestir þurfi yfirleitt að sætta sig við að komast ekki allt sem þá langar til. Hverjir geta svo sem farið upp á Hvannadalshnúk nema hraustustu menn? Nema Halldór Ásgrímsson sem hafði nóg milli handa á sínum tíma með tólum og tækjum.
Ekki vorkunn
Ég fagna því að loksins er verið að kortleggja hálendið okkar sem er einstætt á heimsvísu. Þar er einfaldlega ólíðandi að sjá ökuslóða hingað og þangað út um allt og hver ekur eins og honum sýnist undir forsendum frelsisins. Rökin um að menn mættu nú ekki fara lengur á svæði sem þeir eru vanir að heimsækja: „Fjölskyldur í berjamó eða veiðimenn á sínar gömlu slóðir“ eru ekki mjög sannfærandi. Menn þurfa stundum að bregða út af gömlum vana: Fjölskyldur gætu einfaldlega gengið smá spöl í sinn berjamó eða fundið annað sem er nálægt viðurkenndum ökuslóðum. Og veiðimönnunum er ekki vorkunn: Þeir gætu tekið smá göngutúr í staðinn fyrir að geta veitt næstum því út úr bílnum sínum. Menn eru upp til hópa mjög íhaldssamir. Það sem þeir hafa alltaf gert eða máttu alltaf gera er þeim heilagt. En tímarnir breytast og við þurfum að læra upp á nýtt: Náttúran okkar er gersemi sem við þurfum að passa upp á. Miður finnst mér að hávær hópur sem hefur greinilega talsvert fjármagn milli handanna og getur splæst í heilsíðuauglýsingar trekk í trekk skuli reyna að valta yfir þá sem láta lítið fyrir sér fara en höfðu kannski líka einhvern málstað að vernda. Ég þarf að segja það að upplifun mín af óbyggðunum skerðist talsvert við það að heyra vélarhljóð, finna bensínstybbu og sjá slóðir út um allt.
Góður punktur í þessum umræðum er að merkingum á vegum eru víða ábótavant. Þetta kemur sér verst fyrir erlenda ferðamenn sem koma sér oft í ógöngur sökum upplýsingarleysis. En fyrir heimamenn ætti þetta ekki að vera neinn vandi, sérlega þegar þessi kortagrunnur mun vera tilbúinn og allir ættu að geta séð hvar eru löglegar slóðir og hvar ekki.
Í lokin langar mig að varpa fram einni spurningu fyrir allt þetta frelsiselskandi fólk sem er núna að mótmæla nýju náttúruverndarlögunum: Myndir þú fylgja merkingum sem segja greinilega að þessi slóð sé lokuð? Eða gefur þú skít í þetta og ekur hana samt af því að þú hefur alltaf gert það? Mýmörg dæmi sýna að menn aka slóðir þó að þeim hafi verið lokað greinilega, bæði með skiltum, stórum steinum, slám o.fl. Menn taka bara sveig í kringum slíkt og gera það sem þeim sýnist: Undir formerkjum frelsisins.
Skoðun

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar