Vilja innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum hér Sunna Valgerðardóttir skrifar 1. mars 2013 09:00 Sáttamiðlun miðar að því að fórnarlamb og gerandi nái sáttum og gerandi taki fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Tveir lögfræðingar sem skrifuðu meistararitgerðir um sáttamiðlun vilja sjá hana innleidda hér á landi í meðferð kynferðisbrotamála. Dósent segir málið umhugsunarvert. Miðar að sáttum milli fórnarlambs og geranda. Tveir lögfræðingar sem báðir skrifuðu meistararitgerðir sínar um notkun sáttamiðlunar í sakamálum, sammælast um að aðferðinni ætti að beita í meiri mæli hér á landi. Konurnar tvær nefna þar sérstaklega beitingu aðferðarinnar í kynferðisbrotamálum. Ritgerð Brynju Daggar Guðmundsdóttur Briem ber heitið Sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum og var Ragnheiður Bragadóttir prófessor við Háskóla Íslands leiðbeinandi hennar. Hún er skrifuð árið 2010. Brynja kemst að þeirri niðurstöðu að rökin með notkun sáttamiðlunar frekar en að reka kynferðisbrotamál alfarið fyrir dómstólum séu meðal annars fjárhagslegar ástæður, styttri meðferðartími, minna andlegt álag og auknar líkur á innri friði viðkomandi aðila. Sem dæmi um galla sáttamiðlunar nefnir Brynja að hún tryggi ekki að sambærileg mál fái sambærilega úrlausn, réttaröryggi geti verið teflt í tvísýnu og þá sé einnig alltaf hætta á uppgerð og lygum í ferlinu. „Úrræðið ætti að koma til skoðunar og verða raunhæfur möguleiki að minnsta kosti við hlið hins hefðbundna viðurlagakerfis. Með hinum ýmsu fyrirvörum ættum við að bjóða upp á sáttamiðlun í [kynferðisbrotamálum]," segir Brynja í niðurstöðum sínum. Dagný Rut Haraldsdóttir skrifaði meistararitgerð sína, Sáttamiðlun í sakamálum, við Háskólann á Akureyri árið 2009. Dagný segir að nauðsynlegt sé að hafa þann fyrirvara að kynferðisofbeldi geti verið of alvarlegur glæpur til að fara með í sáttamiðlun. „Kæra ætti ekki að vera skilyrði fyrir sáttamiðlun en frekar ætti hún að vera notuð sem úrræði með refsingu brotamanns, til dæmis refsilækkunar ef brotamaður stendur við gerðan sáttasamning," segir Dagný í niðurstöðum sínum. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir notkun leiðarinnar í kynferðisbrotamálum umhugsunarefni. „Hvort hugsa megi sér að nota megi sáttamiðlun eða einhvers konar ígildi hennar í tilvikum þar sem refsikrafa vegna kynferðisbrots er fyrnd en gerandinn játar brot er umhugsunarvert," segir Svala og bendir á að sáttamiðlun sé notuð þar sem brot er játað og refsikrafa ófyrnd. Þannig kæmi til saksóknar ef sáttamiðlun stæði ekki til boða eða henni væri hafnað. „Því má aftur á móti velta fyrir sér hvort hægt væri að bjóða upp á einhvers konar sáttameðferð fyrndra mála sem hafa verið kærð og gerandi hefur gengist við broti," segir Svala. „Þetta þarf að skoða af gaumgæfni." Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Tveir lögfræðingar sem skrifuðu meistararitgerðir um sáttamiðlun vilja sjá hana innleidda hér á landi í meðferð kynferðisbrotamála. Dósent segir málið umhugsunarvert. Miðar að sáttum milli fórnarlambs og geranda. Tveir lögfræðingar sem báðir skrifuðu meistararitgerðir sínar um notkun sáttamiðlunar í sakamálum, sammælast um að aðferðinni ætti að beita í meiri mæli hér á landi. Konurnar tvær nefna þar sérstaklega beitingu aðferðarinnar í kynferðisbrotamálum. Ritgerð Brynju Daggar Guðmundsdóttur Briem ber heitið Sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum og var Ragnheiður Bragadóttir prófessor við Háskóla Íslands leiðbeinandi hennar. Hún er skrifuð árið 2010. Brynja kemst að þeirri niðurstöðu að rökin með notkun sáttamiðlunar frekar en að reka kynferðisbrotamál alfarið fyrir dómstólum séu meðal annars fjárhagslegar ástæður, styttri meðferðartími, minna andlegt álag og auknar líkur á innri friði viðkomandi aðila. Sem dæmi um galla sáttamiðlunar nefnir Brynja að hún tryggi ekki að sambærileg mál fái sambærilega úrlausn, réttaröryggi geti verið teflt í tvísýnu og þá sé einnig alltaf hætta á uppgerð og lygum í ferlinu. „Úrræðið ætti að koma til skoðunar og verða raunhæfur möguleiki að minnsta kosti við hlið hins hefðbundna viðurlagakerfis. Með hinum ýmsu fyrirvörum ættum við að bjóða upp á sáttamiðlun í [kynferðisbrotamálum]," segir Brynja í niðurstöðum sínum. Dagný Rut Haraldsdóttir skrifaði meistararitgerð sína, Sáttamiðlun í sakamálum, við Háskólann á Akureyri árið 2009. Dagný segir að nauðsynlegt sé að hafa þann fyrirvara að kynferðisofbeldi geti verið of alvarlegur glæpur til að fara með í sáttamiðlun. „Kæra ætti ekki að vera skilyrði fyrir sáttamiðlun en frekar ætti hún að vera notuð sem úrræði með refsingu brotamanns, til dæmis refsilækkunar ef brotamaður stendur við gerðan sáttasamning," segir Dagný í niðurstöðum sínum. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir notkun leiðarinnar í kynferðisbrotamálum umhugsunarefni. „Hvort hugsa megi sér að nota megi sáttamiðlun eða einhvers konar ígildi hennar í tilvikum þar sem refsikrafa vegna kynferðisbrots er fyrnd en gerandinn játar brot er umhugsunarvert," segir Svala og bendir á að sáttamiðlun sé notuð þar sem brot er játað og refsikrafa ófyrnd. Þannig kæmi til saksóknar ef sáttamiðlun stæði ekki til boða eða henni væri hafnað. „Því má aftur á móti velta fyrir sér hvort hægt væri að bjóða upp á einhvers konar sáttameðferð fyrndra mála sem hafa verið kærð og gerandi hefur gengist við broti," segir Svala. „Þetta þarf að skoða af gaumgæfni."
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira