Vilja innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum hér Sunna Valgerðardóttir skrifar 1. mars 2013 09:00 Sáttamiðlun miðar að því að fórnarlamb og gerandi nái sáttum og gerandi taki fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Tveir lögfræðingar sem skrifuðu meistararitgerðir um sáttamiðlun vilja sjá hana innleidda hér á landi í meðferð kynferðisbrotamála. Dósent segir málið umhugsunarvert. Miðar að sáttum milli fórnarlambs og geranda. Tveir lögfræðingar sem báðir skrifuðu meistararitgerðir sínar um notkun sáttamiðlunar í sakamálum, sammælast um að aðferðinni ætti að beita í meiri mæli hér á landi. Konurnar tvær nefna þar sérstaklega beitingu aðferðarinnar í kynferðisbrotamálum. Ritgerð Brynju Daggar Guðmundsdóttur Briem ber heitið Sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum og var Ragnheiður Bragadóttir prófessor við Háskóla Íslands leiðbeinandi hennar. Hún er skrifuð árið 2010. Brynja kemst að þeirri niðurstöðu að rökin með notkun sáttamiðlunar frekar en að reka kynferðisbrotamál alfarið fyrir dómstólum séu meðal annars fjárhagslegar ástæður, styttri meðferðartími, minna andlegt álag og auknar líkur á innri friði viðkomandi aðila. Sem dæmi um galla sáttamiðlunar nefnir Brynja að hún tryggi ekki að sambærileg mál fái sambærilega úrlausn, réttaröryggi geti verið teflt í tvísýnu og þá sé einnig alltaf hætta á uppgerð og lygum í ferlinu. „Úrræðið ætti að koma til skoðunar og verða raunhæfur möguleiki að minnsta kosti við hlið hins hefðbundna viðurlagakerfis. Með hinum ýmsu fyrirvörum ættum við að bjóða upp á sáttamiðlun í [kynferðisbrotamálum]," segir Brynja í niðurstöðum sínum. Dagný Rut Haraldsdóttir skrifaði meistararitgerð sína, Sáttamiðlun í sakamálum, við Háskólann á Akureyri árið 2009. Dagný segir að nauðsynlegt sé að hafa þann fyrirvara að kynferðisofbeldi geti verið of alvarlegur glæpur til að fara með í sáttamiðlun. „Kæra ætti ekki að vera skilyrði fyrir sáttamiðlun en frekar ætti hún að vera notuð sem úrræði með refsingu brotamanns, til dæmis refsilækkunar ef brotamaður stendur við gerðan sáttasamning," segir Dagný í niðurstöðum sínum. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir notkun leiðarinnar í kynferðisbrotamálum umhugsunarefni. „Hvort hugsa megi sér að nota megi sáttamiðlun eða einhvers konar ígildi hennar í tilvikum þar sem refsikrafa vegna kynferðisbrots er fyrnd en gerandinn játar brot er umhugsunarvert," segir Svala og bendir á að sáttamiðlun sé notuð þar sem brot er játað og refsikrafa ófyrnd. Þannig kæmi til saksóknar ef sáttamiðlun stæði ekki til boða eða henni væri hafnað. „Því má aftur á móti velta fyrir sér hvort hægt væri að bjóða upp á einhvers konar sáttameðferð fyrndra mála sem hafa verið kærð og gerandi hefur gengist við broti," segir Svala. „Þetta þarf að skoða af gaumgæfni." Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Tveir lögfræðingar sem skrifuðu meistararitgerðir um sáttamiðlun vilja sjá hana innleidda hér á landi í meðferð kynferðisbrotamála. Dósent segir málið umhugsunarvert. Miðar að sáttum milli fórnarlambs og geranda. Tveir lögfræðingar sem báðir skrifuðu meistararitgerðir sínar um notkun sáttamiðlunar í sakamálum, sammælast um að aðferðinni ætti að beita í meiri mæli hér á landi. Konurnar tvær nefna þar sérstaklega beitingu aðferðarinnar í kynferðisbrotamálum. Ritgerð Brynju Daggar Guðmundsdóttur Briem ber heitið Sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum og var Ragnheiður Bragadóttir prófessor við Háskóla Íslands leiðbeinandi hennar. Hún er skrifuð árið 2010. Brynja kemst að þeirri niðurstöðu að rökin með notkun sáttamiðlunar frekar en að reka kynferðisbrotamál alfarið fyrir dómstólum séu meðal annars fjárhagslegar ástæður, styttri meðferðartími, minna andlegt álag og auknar líkur á innri friði viðkomandi aðila. Sem dæmi um galla sáttamiðlunar nefnir Brynja að hún tryggi ekki að sambærileg mál fái sambærilega úrlausn, réttaröryggi geti verið teflt í tvísýnu og þá sé einnig alltaf hætta á uppgerð og lygum í ferlinu. „Úrræðið ætti að koma til skoðunar og verða raunhæfur möguleiki að minnsta kosti við hlið hins hefðbundna viðurlagakerfis. Með hinum ýmsu fyrirvörum ættum við að bjóða upp á sáttamiðlun í [kynferðisbrotamálum]," segir Brynja í niðurstöðum sínum. Dagný Rut Haraldsdóttir skrifaði meistararitgerð sína, Sáttamiðlun í sakamálum, við Háskólann á Akureyri árið 2009. Dagný segir að nauðsynlegt sé að hafa þann fyrirvara að kynferðisofbeldi geti verið of alvarlegur glæpur til að fara með í sáttamiðlun. „Kæra ætti ekki að vera skilyrði fyrir sáttamiðlun en frekar ætti hún að vera notuð sem úrræði með refsingu brotamanns, til dæmis refsilækkunar ef brotamaður stendur við gerðan sáttasamning," segir Dagný í niðurstöðum sínum. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir notkun leiðarinnar í kynferðisbrotamálum umhugsunarefni. „Hvort hugsa megi sér að nota megi sáttamiðlun eða einhvers konar ígildi hennar í tilvikum þar sem refsikrafa vegna kynferðisbrots er fyrnd en gerandinn játar brot er umhugsunarvert," segir Svala og bendir á að sáttamiðlun sé notuð þar sem brot er játað og refsikrafa ófyrnd. Þannig kæmi til saksóknar ef sáttamiðlun stæði ekki til boða eða henni væri hafnað. „Því má aftur á móti velta fyrir sér hvort hægt væri að bjóða upp á einhvers konar sáttameðferð fyrndra mála sem hafa verið kærð og gerandi hefur gengist við broti," segir Svala. „Þetta þarf að skoða af gaumgæfni."
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira