Vilja innleiða sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum hér Sunna Valgerðardóttir skrifar 1. mars 2013 09:00 Sáttamiðlun miðar að því að fórnarlamb og gerandi nái sáttum og gerandi taki fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Tveir lögfræðingar sem skrifuðu meistararitgerðir um sáttamiðlun vilja sjá hana innleidda hér á landi í meðferð kynferðisbrotamála. Dósent segir málið umhugsunarvert. Miðar að sáttum milli fórnarlambs og geranda. Tveir lögfræðingar sem báðir skrifuðu meistararitgerðir sínar um notkun sáttamiðlunar í sakamálum, sammælast um að aðferðinni ætti að beita í meiri mæli hér á landi. Konurnar tvær nefna þar sérstaklega beitingu aðferðarinnar í kynferðisbrotamálum. Ritgerð Brynju Daggar Guðmundsdóttur Briem ber heitið Sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum og var Ragnheiður Bragadóttir prófessor við Háskóla Íslands leiðbeinandi hennar. Hún er skrifuð árið 2010. Brynja kemst að þeirri niðurstöðu að rökin með notkun sáttamiðlunar frekar en að reka kynferðisbrotamál alfarið fyrir dómstólum séu meðal annars fjárhagslegar ástæður, styttri meðferðartími, minna andlegt álag og auknar líkur á innri friði viðkomandi aðila. Sem dæmi um galla sáttamiðlunar nefnir Brynja að hún tryggi ekki að sambærileg mál fái sambærilega úrlausn, réttaröryggi geti verið teflt í tvísýnu og þá sé einnig alltaf hætta á uppgerð og lygum í ferlinu. „Úrræðið ætti að koma til skoðunar og verða raunhæfur möguleiki að minnsta kosti við hlið hins hefðbundna viðurlagakerfis. Með hinum ýmsu fyrirvörum ættum við að bjóða upp á sáttamiðlun í [kynferðisbrotamálum]," segir Brynja í niðurstöðum sínum. Dagný Rut Haraldsdóttir skrifaði meistararitgerð sína, Sáttamiðlun í sakamálum, við Háskólann á Akureyri árið 2009. Dagný segir að nauðsynlegt sé að hafa þann fyrirvara að kynferðisofbeldi geti verið of alvarlegur glæpur til að fara með í sáttamiðlun. „Kæra ætti ekki að vera skilyrði fyrir sáttamiðlun en frekar ætti hún að vera notuð sem úrræði með refsingu brotamanns, til dæmis refsilækkunar ef brotamaður stendur við gerðan sáttasamning," segir Dagný í niðurstöðum sínum. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir notkun leiðarinnar í kynferðisbrotamálum umhugsunarefni. „Hvort hugsa megi sér að nota megi sáttamiðlun eða einhvers konar ígildi hennar í tilvikum þar sem refsikrafa vegna kynferðisbrots er fyrnd en gerandinn játar brot er umhugsunarvert," segir Svala og bendir á að sáttamiðlun sé notuð þar sem brot er játað og refsikrafa ófyrnd. Þannig kæmi til saksóknar ef sáttamiðlun stæði ekki til boða eða henni væri hafnað. „Því má aftur á móti velta fyrir sér hvort hægt væri að bjóða upp á einhvers konar sáttameðferð fyrndra mála sem hafa verið kærð og gerandi hefur gengist við broti," segir Svala. „Þetta þarf að skoða af gaumgæfni." Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Tveir lögfræðingar sem skrifuðu meistararitgerðir um sáttamiðlun vilja sjá hana innleidda hér á landi í meðferð kynferðisbrotamála. Dósent segir málið umhugsunarvert. Miðar að sáttum milli fórnarlambs og geranda. Tveir lögfræðingar sem báðir skrifuðu meistararitgerðir sínar um notkun sáttamiðlunar í sakamálum, sammælast um að aðferðinni ætti að beita í meiri mæli hér á landi. Konurnar tvær nefna þar sérstaklega beitingu aðferðarinnar í kynferðisbrotamálum. Ritgerð Brynju Daggar Guðmundsdóttur Briem ber heitið Sáttamiðlun í kynferðisbrotamálum og var Ragnheiður Bragadóttir prófessor við Háskóla Íslands leiðbeinandi hennar. Hún er skrifuð árið 2010. Brynja kemst að þeirri niðurstöðu að rökin með notkun sáttamiðlunar frekar en að reka kynferðisbrotamál alfarið fyrir dómstólum séu meðal annars fjárhagslegar ástæður, styttri meðferðartími, minna andlegt álag og auknar líkur á innri friði viðkomandi aðila. Sem dæmi um galla sáttamiðlunar nefnir Brynja að hún tryggi ekki að sambærileg mál fái sambærilega úrlausn, réttaröryggi geti verið teflt í tvísýnu og þá sé einnig alltaf hætta á uppgerð og lygum í ferlinu. „Úrræðið ætti að koma til skoðunar og verða raunhæfur möguleiki að minnsta kosti við hlið hins hefðbundna viðurlagakerfis. Með hinum ýmsu fyrirvörum ættum við að bjóða upp á sáttamiðlun í [kynferðisbrotamálum]," segir Brynja í niðurstöðum sínum. Dagný Rut Haraldsdóttir skrifaði meistararitgerð sína, Sáttamiðlun í sakamálum, við Háskólann á Akureyri árið 2009. Dagný segir að nauðsynlegt sé að hafa þann fyrirvara að kynferðisofbeldi geti verið of alvarlegur glæpur til að fara með í sáttamiðlun. „Kæra ætti ekki að vera skilyrði fyrir sáttamiðlun en frekar ætti hún að vera notuð sem úrræði með refsingu brotamanns, til dæmis refsilækkunar ef brotamaður stendur við gerðan sáttasamning," segir Dagný í niðurstöðum sínum. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir notkun leiðarinnar í kynferðisbrotamálum umhugsunarefni. „Hvort hugsa megi sér að nota megi sáttamiðlun eða einhvers konar ígildi hennar í tilvikum þar sem refsikrafa vegna kynferðisbrots er fyrnd en gerandinn játar brot er umhugsunarvert," segir Svala og bendir á að sáttamiðlun sé notuð þar sem brot er játað og refsikrafa ófyrnd. Þannig kæmi til saksóknar ef sáttamiðlun stæði ekki til boða eða henni væri hafnað. „Því má aftur á móti velta fyrir sér hvort hægt væri að bjóða upp á einhvers konar sáttameðferð fyrndra mála sem hafa verið kærð og gerandi hefur gengist við broti," segir Svala. „Þetta þarf að skoða af gaumgæfni."
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira