Stuðningsgrein: Til stuðnings Guðbjarti Guðrún Ögmundsdóttir skrifar 16. janúar 2013 06:00 Í Samfylkingunni, einum stjórnmálaflokka á Íslandi, geta allir skráðir félagar tekið þátt í vali formanns. Ég er bæði stolt og ánægð með að vera í slíkum flokki, sem virðir mikilvægi lýðræðislegrar þátttöku og stuðlar að henni með virkum hætti. Það styrkir niðurstöðuna og stuðlar að aukinni samstöðu. Þetta fyrirkomulag hefur líka sýnt sig að stuðli að málefnalegri umræðu og heiðarlegri baráttu, Samfylkingunni sem stjórnmálaflokki til heilla. Fram til þessa hefur baráttan milli frambjóðendanna tveggja einkennst af málefnalegri og uppbyggilegri umræðu og gagnkvæmri virðingu frambjóðendanna. Það er þeim og flokknum til mikils sóma. Það er góð vegferð og þar skulum við vera. Við skulum nýta þetta dýrmæta tækifæri sem felst í svo víðtækri þátttöku til að styrkja okkur sem heild og efla okkur til framtíðar. Næsti formaður Samfylkingarinnar þarf að hafa skýra framtíðarsýn og vera tilbúinn að fylgja eftir stefnu flokksins og virða þau grunngildi sem Samfylkingin byggir á. Samfylkingin þarf leiðtoga sem hefur skýra sýn á framtíðina, sem sér tækifærin í íslensku samfélagi og gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að við byggjum upp heilbrigt samfélag sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Hann þarf að tala skýrt í Evrópumálum og vera tilbúinn að fylgja eftir þeirri eindregnu stefnu sem flokkurinn hefur mótað og samþykkt á því sviði. Næsti formaður Samfylkingarinnar þarf að skilja og viðurkenna mikilvægi samspils öflugs atvinnulífs og velferðarkerfis, sem ekki eru álitin andstæður heldur forsendur hvort annars. Hann þarf að vera þess meðvitaður að eftir þá erfiðleika sem íslenskt samfélag hefur glímt við og þá óvissu sem þeim hefur fylgt, þá sé það ein af forsendum þess að okkur takist að snúa vörn í sókn. Ég ætla að styðja Guðbjart Hannesson til að gegna formennsku í Samfylkingunni vegna þess að ég trúi því að hann sé líklegastur til verða sá öflugi leiðtogi sem við þurfum til að byggja upp samstöðu í stórum flokki jafnaðarmanna og félagshyggjufólks og samfélaginu almennt. Hann hefur skýra sýn á framtíðina og hann þorir að segja hvað í henni felst. Hann leggur sig fram um að virða ólík sjónarmið og ber virðingu fyrir þeim sem hann starfar með og hann starfar fyrir. Ég ætla að styðja Guðbjart vegna þess að ég þekki til hans verka og ég veit hvað hann stendur fyrir. Hann er drifinn áfram af einlægum áhuga á samfélaginu og vilja til að bæta það. Guðbjartur, er einfaldlega gegnheill maður, heiðarlegur, ábyrgur og harðduglegur. Ég ætla að styðja Guðbjart í formannskosningunni sem hefst 18. janúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í Samfylkingunni, einum stjórnmálaflokka á Íslandi, geta allir skráðir félagar tekið þátt í vali formanns. Ég er bæði stolt og ánægð með að vera í slíkum flokki, sem virðir mikilvægi lýðræðislegrar þátttöku og stuðlar að henni með virkum hætti. Það styrkir niðurstöðuna og stuðlar að aukinni samstöðu. Þetta fyrirkomulag hefur líka sýnt sig að stuðli að málefnalegri umræðu og heiðarlegri baráttu, Samfylkingunni sem stjórnmálaflokki til heilla. Fram til þessa hefur baráttan milli frambjóðendanna tveggja einkennst af málefnalegri og uppbyggilegri umræðu og gagnkvæmri virðingu frambjóðendanna. Það er þeim og flokknum til mikils sóma. Það er góð vegferð og þar skulum við vera. Við skulum nýta þetta dýrmæta tækifæri sem felst í svo víðtækri þátttöku til að styrkja okkur sem heild og efla okkur til framtíðar. Næsti formaður Samfylkingarinnar þarf að hafa skýra framtíðarsýn og vera tilbúinn að fylgja eftir stefnu flokksins og virða þau grunngildi sem Samfylkingin byggir á. Samfylkingin þarf leiðtoga sem hefur skýra sýn á framtíðina, sem sér tækifærin í íslensku samfélagi og gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að við byggjum upp heilbrigt samfélag sem stenst samanburð við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Hann þarf að tala skýrt í Evrópumálum og vera tilbúinn að fylgja eftir þeirri eindregnu stefnu sem flokkurinn hefur mótað og samþykkt á því sviði. Næsti formaður Samfylkingarinnar þarf að skilja og viðurkenna mikilvægi samspils öflugs atvinnulífs og velferðarkerfis, sem ekki eru álitin andstæður heldur forsendur hvort annars. Hann þarf að vera þess meðvitaður að eftir þá erfiðleika sem íslenskt samfélag hefur glímt við og þá óvissu sem þeim hefur fylgt, þá sé það ein af forsendum þess að okkur takist að snúa vörn í sókn. Ég ætla að styðja Guðbjart Hannesson til að gegna formennsku í Samfylkingunni vegna þess að ég trúi því að hann sé líklegastur til verða sá öflugi leiðtogi sem við þurfum til að byggja upp samstöðu í stórum flokki jafnaðarmanna og félagshyggjufólks og samfélaginu almennt. Hann hefur skýra sýn á framtíðina og hann þorir að segja hvað í henni felst. Hann leggur sig fram um að virða ólík sjónarmið og ber virðingu fyrir þeim sem hann starfar með og hann starfar fyrir. Ég ætla að styðja Guðbjart vegna þess að ég þekki til hans verka og ég veit hvað hann stendur fyrir. Hann er drifinn áfram af einlægum áhuga á samfélaginu og vilja til að bæta það. Guðbjartur, er einfaldlega gegnheill maður, heiðarlegur, ábyrgur og harðduglegur. Ég ætla að styðja Guðbjart í formannskosningunni sem hefst 18. janúar nk.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun