ESA rannsakar meinta ríkisaðstoð við gagnaver JHH skrifar 16. janúar 2013 13:15 Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra kynnti nýtt frumvarp í ríkisstjórn í gær. Mynd/ Valli. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð í tengslum við breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem varða viðskiptavini gagnavera á Íslandi. Lagabreytingarnar voru tilkynntar til ESA þann 2. september 2011. Þær höfðu þá þegar öðlast gildi. Eftirfarandi breytingar voru gerðar á lögunum: Virðisaukaskattur er ekki lagður á rafrænt afhenta þjónustu gagnavera til kaupenda sem búsettir eru erlendis og hafa ekki fasta starfsstöð á Íslandi; Virðisaukaskattur er ekki lagður á blandaða þjónustu gagnavera til kaupenda sem búsettir eru erlendis og hafa ekki fasta starfsstöð á Íslandi; Innflutningur á netþjónum og tengdum búnaði er undanþeginn virðisaukaskatti þegar eigendur þeirra eru heimilisfastir í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum og ekki með fasta starfsstöð á Íslandi. Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum var tilgangurinn með lagabreytingunni tvíþættur. Í fyrsta lagi sá að bæta samkeppnisstöðu íslenskra gagnavera og tryggja að viðskiptaumhverfið hér á landi, hvað varðar virðisaukaskatt, væri sambærilegt því sem gengur og gerist í aðildaríkjum Evrópusambandsins. Í öðru lagi var ætlunin sú að ýta undir nýtingu íslenskra nátturauðlinda til handa gagnaveraiðnaðinum. ESA komst að þeirri niðurstöðu að sá hluti lagabreytingarinnar sem snýr að rafrænt afhentri þjónustu gagnavera til kaupanda sem búsettir eru erlendis, fæli ekki í sér ríkisaðstoð enda samrýmdist breytingin þeirri meginreglu að virðisaukaskattur sé ekki lagður á vörur og þjónustu sem seld er úr landi. Stofnunin komst hins vegar að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að hinar lagabreytingarnar tvær fælu hugsanlega í sér ríkisaðstoð. Stofnunin lýsti yfir efasemdum um að slík aðstoð samrýmdist EES samningnum. Í frétt á vef ESA kemur í ljós að leiði skoðun í ljós að ríkisaðstoð hafi verið veitt í bága við ákvæði EES samningsins verður óskað eftir því að íslensk stjórnvöld krefji viðtakendur um endugreiðslu hennar. Því er við þetta að bæta að Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar i gær frumvarp þar sem breytingar eru gerðar á innheimtu virðisaukaskatts frá erlendum gagnverum sem starfa á Íslandi. Með frumvarpinu er reynt að bregðast við athugasemdum sem gerðar voru við lagabreytingarnar árið 2010. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á ríkisaðstoð í tengslum við breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem varða viðskiptavini gagnavera á Íslandi. Lagabreytingarnar voru tilkynntar til ESA þann 2. september 2011. Þær höfðu þá þegar öðlast gildi. Eftirfarandi breytingar voru gerðar á lögunum: Virðisaukaskattur er ekki lagður á rafrænt afhenta þjónustu gagnavera til kaupenda sem búsettir eru erlendis og hafa ekki fasta starfsstöð á Íslandi; Virðisaukaskattur er ekki lagður á blandaða þjónustu gagnavera til kaupenda sem búsettir eru erlendis og hafa ekki fasta starfsstöð á Íslandi; Innflutningur á netþjónum og tengdum búnaði er undanþeginn virðisaukaskatti þegar eigendur þeirra eru heimilisfastir í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu eða í Færeyjum og ekki með fasta starfsstöð á Íslandi. Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum var tilgangurinn með lagabreytingunni tvíþættur. Í fyrsta lagi sá að bæta samkeppnisstöðu íslenskra gagnavera og tryggja að viðskiptaumhverfið hér á landi, hvað varðar virðisaukaskatt, væri sambærilegt því sem gengur og gerist í aðildaríkjum Evrópusambandsins. Í öðru lagi var ætlunin sú að ýta undir nýtingu íslenskra nátturauðlinda til handa gagnaveraiðnaðinum. ESA komst að þeirri niðurstöðu að sá hluti lagabreytingarinnar sem snýr að rafrænt afhentri þjónustu gagnavera til kaupanda sem búsettir eru erlendis, fæli ekki í sér ríkisaðstoð enda samrýmdist breytingin þeirri meginreglu að virðisaukaskattur sé ekki lagður á vörur og þjónustu sem seld er úr landi. Stofnunin komst hins vegar að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að hinar lagabreytingarnar tvær fælu hugsanlega í sér ríkisaðstoð. Stofnunin lýsti yfir efasemdum um að slík aðstoð samrýmdist EES samningnum. Í frétt á vef ESA kemur í ljós að leiði skoðun í ljós að ríkisaðstoð hafi verið veitt í bága við ákvæði EES samningsins verður óskað eftir því að íslensk stjórnvöld krefji viðtakendur um endugreiðslu hennar. Því er við þetta að bæta að Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar i gær frumvarp þar sem breytingar eru gerðar á innheimtu virðisaukaskatts frá erlendum gagnverum sem starfa á Íslandi. Með frumvarpinu er reynt að bregðast við athugasemdum sem gerðar voru við lagabreytingarnar árið 2010.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira