Enski boltinn

Everton setur 16 milljóna punda verðmiða á Baines

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leighton Baines
Leighton Baines Mynd / Getty Images
Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Everton hafa sett 16 milljóna punda verðamiða á Leighton Baines, en fregnir bárust frá Englandi að Manchester United hafi boðið 12 milljónir punda í leikmanninn. 

David Moyes, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, stýrði Everton til margra ára og vill greinilega fá leikmanninn með sér yfir til United.

Þessi 28 ára bakvörður hefur verið magnaður undanfarinn ár og komin í enska landsliðið.

Ef Baines verður seldur til Manchester United gæti það haft það í för með sér að Patrice Evra fari aftur til sína heimalands og gangi í raðir Monaco en Evra hefur verið hjá United í sjö ár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×