
Sameining Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands
Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins taka forystumenn bænda einarða afstöðu gegn því að hugað verði að sameiningu Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og Háskóla Íslands (HÍ). Þeir telja að það verði til mikils tjóns fyrir landbúnaðinn og telja brýnt að skólinn haldi „sjálfstæði“ sínu.
Þeir telja að vandinn sé einfaldlega sá að sameiningin frá 2005 hafi ekki verið kláruð, með flutningi starfseminnar á Keldnaholti í Reykjavík til Hvanneyrar. Þó var það skýrt tekið fram við sameininguna að slíkt stæði ekki til. Enda kostar að reka húsnæði hvort heldur á Hvanneyri eða í Reykjavík.
Nú er það svo að töluleg gögn sýna að starfsmenn Landbúnaðarháskólans sem hafa meginaðstöðu á Keldnaholti standa undir meirihluta faglegs starfs háskóladeilda LbhÍ. Og það verður að segjast eins og er að ítrekað hefur mistekist að manna spennandi faglegar stöður við skólann þegar gert var ráð fyrir meginstarfsaðstöðu á Hvanneyri.
En starfsaðstaðan á Keldnaholti hefur leyst þennan vanda farsællega. Á Keldnaholti rekur LbhÍ einnig Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, í samstarfi við Landgræðslu ríkisins sem einnig hefur útibú á Keldnaholti. Þá hefur stór hluti nemenda í MS- og PhD-námi við skólann aðstöðu á Keldnaholti. Sú aðgerð að leggja niður starfsaðstöðuna á Keldnaholti myndi því án efa slæva verulega faglega getu Landbúnaðarháskólans til framtíðar.
Minnki umfang og fagleg geta skólans er hætta á að á endanum muni fjara undan starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands – að staða háskólastarfsins á Hvanneyri muni ekki batna heldur beinlínis versna.
Fjölbreytni í háskólastarfi er afar mikilvægt, í háskólum eiga að mætast straumar og stefnur, háskóli á að vera aflvaki nýrra hugmynda – en um leið á hann að varðveita þekkingu og miðla. Það er afar mikilvægt að háskólanám í landbúnaðarvísindum sé ekki rekið einangrað frá öðru háskólanámi; þannig getur það engan veginn staðið undir nafni. Enda rekur Landbúnaðarháskólinn fjölbreyttar námslínur á sviði umhverfisskipulags, náttúru- og umhverfisfræða, skógfræði og vistheimtar (landgræðslu), sem og MS-nám í skipulagsfræðum auk náms í landbúnaði.
Þessi fjölbreytni námsins réttlætir stöðu Landbúnaðarháskólans sem háskóla, án hennar væri ekki háskólanám í landbúnaði á Hvanneyri. Um leið og nemendum hefur fjölgað hefur námið vitaskuld orðið hagkvæmara þegar litið er til hvers nemanda, þó að heildarkostnaður hafi aukist.
Augljóslega þarf að standa vörð um menntun og vísindalegt starf á sviði landbúnaðar, skógfræði, landgræðslu, umhverfisskipulags, hestafræða, almennrar náttúrufræði og skipulagsfræða, sem allt eru viðfangsefni LbhÍ. Lausn á núverandi vanda felst vitaskuld í því að viðurkenna sérstakar aðstæður við rekstur hans og tryggja honum aukið fjármagn.
Það er stjórnvalda að skera úr um fjölda háskóla í landinu. Ef á að fækka þeim er sameining Landbúnaðarháskóla Íslands við Háskóla Íslands augljós kostur. En ekki er víst að því fylgi sparnaður, a.m.k. í náinni framtíð; sameiningarferlum fylgir yfirleitt mikill kostnaður. Margt af rannsóknum og kennslu við LbhÍ á góða samleið með faglegu starfi innan Háskóla Íslands; báðar stofnanir hefðu hag af samþættingu, sem og nemendur þeirra.
Unnt er að framkvæma slíka samþættingu með margvíslegum hætti. Mér vitanlega hefur aldrei verið stungið upp á því að leggja starfsemina á Hvanneyri niður. Þar er áfram hægt að reka rannsóknastarfsemi og kennslu – eins og verið hefur. Þar er einnig miðstöð búfræðinnar, sem er starfsmenntanám í landbúnaði á framhaldsskólastigi.
Ég er á þeirri skoðun að jafnt nemendur HÍ sem nemendur LbhÍ hafi hag af meiri samskiptum sem felast í sameiginlegum námskeiðum og félagslegu starfi. En það er vert að ítreka að Landbúnaðarháskóli Íslands sinnir ekki aðeins verkefnum sem falla undir hefðbundinn landbúnað, heldur á náin samskipti við aðila sem koma að landgræðslu, skógrækt, skipulagsmálum og umhverfismálum almennt.
Vísindi og menntun í einni atvinnugrein eiga ekki að vera einangruð frá öðrum hlutum háskólasamfélagsins. Hvorki hagsmunasamtök né ein tiltekin atvinnugrein ættu að „eiga“ sinn háskóla. Slíkur skóli er þaðan af síður „sjálfstæður“. Einangrun einnar háskólagreinar er ekki af hinu góða fyrir atvinnuveginn, námsmanninn eða vísindin.
Skoðun

Framtíðin fær húsnæði
Ingunn Gunnarsdóttir skrifar

Börnin sem deyja á Gaza
Elín Pjetursdóttir skrifar

Brýr, sýkingar og börn
Jón Pétur Zimsen skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Hvað er lýðskóli eiginlega?
Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar

Búum til pláss fyrir framtíðina
Birna Þórarinsdóttir skrifar

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi
Drífa Sigfúsdóttir skrifar

Kveikjum neistann um allt land
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum?
Kári Allansson skrifar

Samtökin 78 verðlauna sögufölsun
Böðvar Björnsson skrifar

Afstaða – á vaktinni í 20 ár
Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi
París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar

Varað við embætti sérstaks saksóknara
Gestur Jónsson skrifar

Út af sporinu en ekki týnd að eilífu
María Helena Mazul skrifar

Meira að segja formaður Viðreisnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn
Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Steypuklumpablætið í borginni
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni!
Pétur Heimisson skrifar

Blæðandi vegir
Sigþór Sigurðsson skrifar

Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur
Elínborg Björnsdóttir skrifar

Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen?
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð
Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar

„Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“
Svanur Guðmundsson skrifar

Opinber áskorun til prófessorsins
Brynjar Karl Sigurðsson skrifar

Nærvera
Héðinn Unnsteinsson skrifar

Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu
Björn Teitsson skrifar

Þessi jafnlaunavottun...
Sunna Arnardottir skrifar

Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

#BLESSMETA – fyrsta grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Dáleiðsla er ímyndun ein
Hrefna Guðmundsdóttir skrifar