Sameining Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands Ólafur Arnalds skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Umræða um mikinn fjölda háskóla í okkar fámenna landi hefur verið nokkuð áberandi upp á síðkastið. Það er von, því margir háskólanna eru harla smáir. Einn þeirra er Landbúnaðarháskóli Íslands, sem varð til við sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Garðyrkjuskólans á Reykjum og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti í Reykjavík árið 2005. Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins taka forystumenn bænda einarða afstöðu gegn því að hugað verði að sameiningu Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og Háskóla Íslands (HÍ). Þeir telja að það verði til mikils tjóns fyrir landbúnaðinn og telja brýnt að skólinn haldi „sjálfstæði“ sínu. Þeir telja að vandinn sé einfaldlega sá að sameiningin frá 2005 hafi ekki verið kláruð, með flutningi starfseminnar á Keldnaholti í Reykjavík til Hvanneyrar. Þó var það skýrt tekið fram við sameininguna að slíkt stæði ekki til. Enda kostar að reka húsnæði hvort heldur á Hvanneyri eða í Reykjavík. Nú er það svo að töluleg gögn sýna að starfsmenn Landbúnaðarháskólans sem hafa meginaðstöðu á Keldnaholti standa undir meirihluta faglegs starfs háskóladeilda LbhÍ. Og það verður að segjast eins og er að ítrekað hefur mistekist að manna spennandi faglegar stöður við skólann þegar gert var ráð fyrir meginstarfsaðstöðu á Hvanneyri. En starfsaðstaðan á Keldnaholti hefur leyst þennan vanda farsællega. Á Keldnaholti rekur LbhÍ einnig Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, í samstarfi við Landgræðslu ríkisins sem einnig hefur útibú á Keldnaholti. Þá hefur stór hluti nemenda í MS- og PhD-námi við skólann aðstöðu á Keldnaholti. Sú aðgerð að leggja niður starfsaðstöðuna á Keldnaholti myndi því án efa slæva verulega faglega getu Landbúnaðarháskólans til framtíðar. Minnki umfang og fagleg geta skólans er hætta á að á endanum muni fjara undan starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands – að staða háskólastarfsins á Hvanneyri muni ekki batna heldur beinlínis versna. Fjölbreytni í háskólastarfi er afar mikilvægt, í háskólum eiga að mætast straumar og stefnur, háskóli á að vera aflvaki nýrra hugmynda – en um leið á hann að varðveita þekkingu og miðla. Það er afar mikilvægt að háskólanám í landbúnaðarvísindum sé ekki rekið einangrað frá öðru háskólanámi; þannig getur það engan veginn staðið undir nafni. Enda rekur Landbúnaðarháskólinn fjölbreyttar námslínur á sviði umhverfisskipulags, náttúru- og umhverfisfræða, skógfræði og vistheimtar (landgræðslu), sem og MS-nám í skipulagsfræðum auk náms í landbúnaði. Þessi fjölbreytni námsins réttlætir stöðu Landbúnaðarháskólans sem háskóla, án hennar væri ekki háskólanám í landbúnaði á Hvanneyri. Um leið og nemendum hefur fjölgað hefur námið vitaskuld orðið hagkvæmara þegar litið er til hvers nemanda, þó að heildarkostnaður hafi aukist. Augljóslega þarf að standa vörð um menntun og vísindalegt starf á sviði landbúnaðar, skógfræði, landgræðslu, umhverfisskipulags, hestafræða, almennrar náttúrufræði og skipulagsfræða, sem allt eru viðfangsefni LbhÍ. Lausn á núverandi vanda felst vitaskuld í því að viðurkenna sérstakar aðstæður við rekstur hans og tryggja honum aukið fjármagn. Það er stjórnvalda að skera úr um fjölda háskóla í landinu. Ef á að fækka þeim er sameining Landbúnaðarháskóla Íslands við Háskóla Íslands augljós kostur. En ekki er víst að því fylgi sparnaður, a.m.k. í náinni framtíð; sameiningarferlum fylgir yfirleitt mikill kostnaður. Margt af rannsóknum og kennslu við LbhÍ á góða samleið með faglegu starfi innan Háskóla Íslands; báðar stofnanir hefðu hag af samþættingu, sem og nemendur þeirra. Unnt er að framkvæma slíka samþættingu með margvíslegum hætti. Mér vitanlega hefur aldrei verið stungið upp á því að leggja starfsemina á Hvanneyri niður. Þar er áfram hægt að reka rannsóknastarfsemi og kennslu – eins og verið hefur. Þar er einnig miðstöð búfræðinnar, sem er starfsmenntanám í landbúnaði á framhaldsskólastigi. Ég er á þeirri skoðun að jafnt nemendur HÍ sem nemendur LbhÍ hafi hag af meiri samskiptum sem felast í sameiginlegum námskeiðum og félagslegu starfi. En það er vert að ítreka að Landbúnaðarháskóli Íslands sinnir ekki aðeins verkefnum sem falla undir hefðbundinn landbúnað, heldur á náin samskipti við aðila sem koma að landgræðslu, skógrækt, skipulagsmálum og umhverfismálum almennt. Vísindi og menntun í einni atvinnugrein eiga ekki að vera einangruð frá öðrum hlutum háskólasamfélagsins. Hvorki hagsmunasamtök né ein tiltekin atvinnugrein ættu að „eiga“ sinn háskóla. Slíkur skóli er þaðan af síður „sjálfstæður“. Einangrun einnar háskólagreinar er ekki af hinu góða fyrir atvinnuveginn, námsmanninn eða vísindin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Umræða um mikinn fjölda háskóla í okkar fámenna landi hefur verið nokkuð áberandi upp á síðkastið. Það er von, því margir háskólanna eru harla smáir. Einn þeirra er Landbúnaðarháskóli Íslands, sem varð til við sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Garðyrkjuskólans á Reykjum og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti í Reykjavík árið 2005. Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins taka forystumenn bænda einarða afstöðu gegn því að hugað verði að sameiningu Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og Háskóla Íslands (HÍ). Þeir telja að það verði til mikils tjóns fyrir landbúnaðinn og telja brýnt að skólinn haldi „sjálfstæði“ sínu. Þeir telja að vandinn sé einfaldlega sá að sameiningin frá 2005 hafi ekki verið kláruð, með flutningi starfseminnar á Keldnaholti í Reykjavík til Hvanneyrar. Þó var það skýrt tekið fram við sameininguna að slíkt stæði ekki til. Enda kostar að reka húsnæði hvort heldur á Hvanneyri eða í Reykjavík. Nú er það svo að töluleg gögn sýna að starfsmenn Landbúnaðarháskólans sem hafa meginaðstöðu á Keldnaholti standa undir meirihluta faglegs starfs háskóladeilda LbhÍ. Og það verður að segjast eins og er að ítrekað hefur mistekist að manna spennandi faglegar stöður við skólann þegar gert var ráð fyrir meginstarfsaðstöðu á Hvanneyri. En starfsaðstaðan á Keldnaholti hefur leyst þennan vanda farsællega. Á Keldnaholti rekur LbhÍ einnig Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, í samstarfi við Landgræðslu ríkisins sem einnig hefur útibú á Keldnaholti. Þá hefur stór hluti nemenda í MS- og PhD-námi við skólann aðstöðu á Keldnaholti. Sú aðgerð að leggja niður starfsaðstöðuna á Keldnaholti myndi því án efa slæva verulega faglega getu Landbúnaðarháskólans til framtíðar. Minnki umfang og fagleg geta skólans er hætta á að á endanum muni fjara undan starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands – að staða háskólastarfsins á Hvanneyri muni ekki batna heldur beinlínis versna. Fjölbreytni í háskólastarfi er afar mikilvægt, í háskólum eiga að mætast straumar og stefnur, háskóli á að vera aflvaki nýrra hugmynda – en um leið á hann að varðveita þekkingu og miðla. Það er afar mikilvægt að háskólanám í landbúnaðarvísindum sé ekki rekið einangrað frá öðru háskólanámi; þannig getur það engan veginn staðið undir nafni. Enda rekur Landbúnaðarháskólinn fjölbreyttar námslínur á sviði umhverfisskipulags, náttúru- og umhverfisfræða, skógfræði og vistheimtar (landgræðslu), sem og MS-nám í skipulagsfræðum auk náms í landbúnaði. Þessi fjölbreytni námsins réttlætir stöðu Landbúnaðarháskólans sem háskóla, án hennar væri ekki háskólanám í landbúnaði á Hvanneyri. Um leið og nemendum hefur fjölgað hefur námið vitaskuld orðið hagkvæmara þegar litið er til hvers nemanda, þó að heildarkostnaður hafi aukist. Augljóslega þarf að standa vörð um menntun og vísindalegt starf á sviði landbúnaðar, skógfræði, landgræðslu, umhverfisskipulags, hestafræða, almennrar náttúrufræði og skipulagsfræða, sem allt eru viðfangsefni LbhÍ. Lausn á núverandi vanda felst vitaskuld í því að viðurkenna sérstakar aðstæður við rekstur hans og tryggja honum aukið fjármagn. Það er stjórnvalda að skera úr um fjölda háskóla í landinu. Ef á að fækka þeim er sameining Landbúnaðarháskóla Íslands við Háskóla Íslands augljós kostur. En ekki er víst að því fylgi sparnaður, a.m.k. í náinni framtíð; sameiningarferlum fylgir yfirleitt mikill kostnaður. Margt af rannsóknum og kennslu við LbhÍ á góða samleið með faglegu starfi innan Háskóla Íslands; báðar stofnanir hefðu hag af samþættingu, sem og nemendur þeirra. Unnt er að framkvæma slíka samþættingu með margvíslegum hætti. Mér vitanlega hefur aldrei verið stungið upp á því að leggja starfsemina á Hvanneyri niður. Þar er áfram hægt að reka rannsóknastarfsemi og kennslu – eins og verið hefur. Þar er einnig miðstöð búfræðinnar, sem er starfsmenntanám í landbúnaði á framhaldsskólastigi. Ég er á þeirri skoðun að jafnt nemendur HÍ sem nemendur LbhÍ hafi hag af meiri samskiptum sem felast í sameiginlegum námskeiðum og félagslegu starfi. En það er vert að ítreka að Landbúnaðarháskóli Íslands sinnir ekki aðeins verkefnum sem falla undir hefðbundinn landbúnað, heldur á náin samskipti við aðila sem koma að landgræðslu, skógrækt, skipulagsmálum og umhverfismálum almennt. Vísindi og menntun í einni atvinnugrein eiga ekki að vera einangruð frá öðrum hlutum háskólasamfélagsins. Hvorki hagsmunasamtök né ein tiltekin atvinnugrein ættu að „eiga“ sinn háskóla. Slíkur skóli er þaðan af síður „sjálfstæður“. Einangrun einnar háskólagreinar er ekki af hinu góða fyrir atvinnuveginn, námsmanninn eða vísindin.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun