Lífið

Barnabox og Wrestling

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Kjartan Valur Guðmundsson formaður Hnefaleikafélags Kópavogs, ásamt dóttur sinni.
Kjartan Valur Guðmundsson formaður Hnefaleikafélags Kópavogs, ásamt dóttur sinni. fréttablaðið/daníel
„Við ætlum að bjóða upp á ýmislegt, allt frá barnaboxi og yfir í Freestyle Wrestling,“ segir Kjartan Valur Guðmundsson, formaður Hnefaleikafélags Kópavogs en félagið flutti fyrir skömmu í nýtt og betra húsnæði. Hnefaleikafélagið býður meðal annars upp á boxnámskeið fyrir börn frá sjö ára aldri.

„Sjálfsvarnaríþróttir geta haft mjög góð áhrif á börn sem hafa lent í stríðni eða einelti því þetta eykur sjálfstraustið þeirra. Einnig getur agi íþróttinnar hjálpað til við að halda einstaklingnum frá slæmum félagsskap,“ segir Kjartan.

Þá hefur Hnefaleikafélagið sameinast bardagaklúbbnum VBC Reykjavík í nýju húsnæði við Smiðjuveg 28, en þó er um að ræða tvö ólík félög. VBC Reykjavík á rætur sínar að rekja til Svíþjóðar og stendur fyrir Vallentuna Boxing Camp.

„Aðstaðan var svo lítil en nú erum við komin í stærra húsnæði og getum sinnt starfseminni mun betur,“ segir Einar Tryggvi Ingimundarson formaður VBC Reykjavík.

VBC er stærsta Muay Thai félag Norðurlandanna en VBC Reykjavík býður meðal annars upp á Muay Thai, Kick Box, Jiu Jitsu og Freestyle Wrestling.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.