Knattspyrnumaðurinn Johan Elmander er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Norwich og gerði eins árs lánssamning við klúbbinn.
Elmander hefur verið á mála hjá Galatasary í Tyrklandi frá árinu 2011 en færðist aftarlega í goggunarröðinni þegar Didier Drogba gekk til liðsins.
„Ég er gríðarlega ánægður með þetta skref hjá mér og get ekki beðið að byrja æfa með liðinu,“ sagði Elmander, á heimasíðu Norwich í dag.
„Stuðningsmenn liðsins eru frábærir og alltaf flott andrúmsloft á vellinum. Ég þekki einnig nokkra leikmenn sem spila hjá Norwich og þetta verður bara skemmtilegt ævintýri.“
