"Þetta viðtal á að vera um peningastefnuna“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. ágúst 2013 18:55 Nú þegar tæp fimm ár eru liðin frá falli bankanna höfum við enn takmarkaðar upplýsingar um tap ríkissjóðs vegna 500 milljóna evra lánveitingar til Kaupþings í miðju bankahruni. Seðlabankinn neitar enn að veita upplýsingar um símtal þáverandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra þegar ákvörðun um lánið var tekin. Eftir samtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde hinn 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett og allt íslenska bankakerfið riðaði til falls, var tekin ákvörðun að lána einum banka, Kaupþingi, 500 milljónir evra. Mikið hefur verið fjallað um málið en enn vantar upplýsingar til að hafa heildarmyndina. Lánveitingin er einn af umdeildustu atburðum bankahrunsins en um var ræða stóran hluta gjaldeyrisforða ríkisins. Á þeim tíma var um ræða jafnvirði 80 milljarða króna, en það er meira en það kostar að reka allt íslenska heilbrigðiskerfið í eitt ár.Ráðgjafar JP Morgan gáfu í skyn að hægt væri að bjarga KaupþingiÍ 7. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er atburðarrás í aðdraganda lánveitingarinnar lýst þegar æðstu ráðamenn þjóðarinnar voru í örvæntingu að finna lausn á vanda bankakerfisins sunnudaginn 5. október og aðfaranótt mánudagsins 6. október. Þar segir: „Össur Skarphéðinsson lýsti fundinum við skýrslutöku með eftirfarandi orðum: „Þar eru þrír prúðbúnir og vel mæltir yfirstéttar Bretar frá J.P.Morgan sem hafði verið ráðinn sem sérstakur ráðgjafi Seðlabankans. Þetta voru svakalega „næs" menn og gaman að tala við og þeir alveg létu okkur fá það svoleiðis á milli augnanna. (...) Þeir bara sögðu það svona „ganske pent" að þetta myndi allt saman falla, allir bankarnir myndu falla og það hefði kannski verið mögulegt fyrir okkur, töldu þeir, að verja Kaupþing. Þeir voru með svona svipaða versjón, og kannski var hún þaðan komin, og Davíð Oddsson var með, þ.e.a.s. að girða af landið. Ég gat ekki skilið það öðruvísi." Össur sagði einnig: „Þeir voru alla vega ekki með mikið af pappírum. En ég held að þeir hafi verið búnir að vera þarna í einhverja daga kannski, kannski lengur. Og þeir höfðu, ég hef ekki hugmynd um hvaðan þeir höfðu sínar, þeir virtust tala, þeir þekktu fjármálakreppur og þeir sögðu: Þetta er bara svona, ykkar bankakerfi er þannig að það er varla hægt að bjarga því. Og ef það er hægt að bjarga einhverju þá er það Kaupþ..., þá er það KB. Þeir töluðu um að þeir væru snjallir,“ - bls. 104. Þarna liggur fyrir mat að minnsta kosti tveggja sérfræðinga á vegum virts alþjóðlegs ráðgjafa Seðlabankans á þeim tíma að hægt sé hugsanlega að bjarga Kaupþingi.Kaupþing féll tveimur sólarhringum síðar Tímasetning lánveitingarinnar er áhugaverð fyrir þær sakir að lánið var veitt sama dag og Alþingi samþykkti neyðarlög og allir stóru bankarnir þrír féllu innan þriggja sólahringa frá þeirri ákvörðun. Þegar lánið er afgreitt eru bæði Landsbankinn og Glitnir á barmi hruns og féllu þeir sama dag og degi síðar. Kaupþing féll 8. október, aðeins tveimur sólarhringum eftir að hafa fengið stóran hluta gjaldeyrisforða ríkisins að láni. Seðlabankinn tók danska bankann FIH að veði þegar neyðarlánið fór til Kaupþings, en FIH var sagður traustur banki. Óvíst verður hins vegar hins vegar um endurheimtur vegna umdeildra samninga sem Seðlabankinn gerði um sölu á eignarhlut sínum í bankanum fyrir þremur árum. Endurheimturnar eru háðar verðmæti í danskri skartgripakeðju, Pandora sem var meðal eigna FIH og hefur Seðlabankinn gripið til ýmissa úrræða til að tryggja sem bestar heimtur, m.a hefur hann verið sakaður um að skortselja bréfin í dönskum fjölmiðlum. Seðlabankinn hefur hins vegar hafnað þessum ásökunum.Ítrekaðar tilraunir hafa engan árangur borið Á sl. tveimur árum gerðu efnahags- og viðskiptanefnd og fjárlaganefnd Alþingis ítrekaðar tilraunir til að fá aðgang að símtali þeirra Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar um neyðarlánið til Kaupþings en þeim umleitunum var alltaf hafnað af Seðlabankanum. Grunsemdir eru um að stór hluti fjárins hafi runnið í hít umdeildra lánveitinga hjá Kaupþingi dagana um það leyti sem bankinn féll, en mál tengd þessum lánveitingum eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Komist er býsna nálægt kjarna málsins í nýrri bók um íslenskt viðskiptalíf, Ísland ehf. -auðmenn og áhrif eftir hrun, en þar segir:„Lánveitingin til Kaupþings reyndist Íslandi því ákaflega kostnaðarsöm. Helmingur upphæðarinnar sem lánuð var, og rökstuddur grunur er fyrir að hafi verið notuð í ýmislegt vafasamt að mati embættis sérstaks saksóknara, er tapaður. Í þeim gjaldeyrisvandræðum sem Ísland á í þegar þetta er skrifað er ljóst að sú upphæð hefði nýst vel,“ -bls. 43.Fór gjaldeyrisforði ríkisins í hít? Hægt er að færa rök fyrir því að almenningur eigi heimtingu á því að málið verði upplýst til hlítar þar sem um fé skattgreiðenda er að ræða. Í sjaldgæfu viðtali eftir vitnisburð í Landsdómi sagði Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, við fréttastofuna að peningarnir hefðu enn verið í bankanum við fall hans. Sigurður neitaði hins vegar að svara spurningum um hundruð milljóna evra lánveitingar til starfsmanna og vildarviðskiptavina Kaupþings um sama leyti og bankinn fékk gjaldeyrisforða ríkisins að láni hjá Seðlabankanum þar sem þau mál væru til rannsóknar.„Þessari spurningu vil ég ekki svara" Eftir kynningu á vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag óskaði fréttastofan eftir upplýsingum um málið hjá Arnóri Sighvatssyni, aðstoðarseðlabankastjóra.Tap Seðlabanka Íslands vegna neyðarlánsins til Kaupþings 6. október 2008, hefur það fyllilega raungerst? Og hvað er það mikið? „Ég vil nú ekki fara að svara þessari spurningu. Við vorum hér að taka ákvarðanir í peningamálum," sagði Arnór.En veistu svarið við spurningunni? „Ég er ekki með það á reiðum höndum hér. Auk þess er þetta ekki efni þessa fundar."Þú sem einn af æðstu stjórnendum Seðlabanka Íslands, hefurðu séð yfirlit yfir samtal Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde þegar ákvörðun um lánveitinguna var tekin? „Þessari spurningu vil ég ekki svara."Hvers vegna ekki? „Þetta er spurning sem kemur ekki efni fundarins við. Þetta viðtal á að vera um peningastefnuna." Arnór segist samt skilja að almenningur hafi áhuga á málinu. „Já, ég skil það vel, en það verða aðrir að taka þær ákvarðanir." Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Nú þegar tæp fimm ár eru liðin frá falli bankanna höfum við enn takmarkaðar upplýsingar um tap ríkissjóðs vegna 500 milljóna evra lánveitingar til Kaupþings í miðju bankahruni. Seðlabankinn neitar enn að veita upplýsingar um símtal þáverandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra þegar ákvörðun um lánið var tekin. Eftir samtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde hinn 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett og allt íslenska bankakerfið riðaði til falls, var tekin ákvörðun að lána einum banka, Kaupþingi, 500 milljónir evra. Mikið hefur verið fjallað um málið en enn vantar upplýsingar til að hafa heildarmyndina. Lánveitingin er einn af umdeildustu atburðum bankahrunsins en um var ræða stóran hluta gjaldeyrisforða ríkisins. Á þeim tíma var um ræða jafnvirði 80 milljarða króna, en það er meira en það kostar að reka allt íslenska heilbrigðiskerfið í eitt ár.Ráðgjafar JP Morgan gáfu í skyn að hægt væri að bjarga KaupþingiÍ 7. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er atburðarrás í aðdraganda lánveitingarinnar lýst þegar æðstu ráðamenn þjóðarinnar voru í örvæntingu að finna lausn á vanda bankakerfisins sunnudaginn 5. október og aðfaranótt mánudagsins 6. október. Þar segir: „Össur Skarphéðinsson lýsti fundinum við skýrslutöku með eftirfarandi orðum: „Þar eru þrír prúðbúnir og vel mæltir yfirstéttar Bretar frá J.P.Morgan sem hafði verið ráðinn sem sérstakur ráðgjafi Seðlabankans. Þetta voru svakalega „næs" menn og gaman að tala við og þeir alveg létu okkur fá það svoleiðis á milli augnanna. (...) Þeir bara sögðu það svona „ganske pent" að þetta myndi allt saman falla, allir bankarnir myndu falla og það hefði kannski verið mögulegt fyrir okkur, töldu þeir, að verja Kaupþing. Þeir voru með svona svipaða versjón, og kannski var hún þaðan komin, og Davíð Oddsson var með, þ.e.a.s. að girða af landið. Ég gat ekki skilið það öðruvísi." Össur sagði einnig: „Þeir voru alla vega ekki með mikið af pappírum. En ég held að þeir hafi verið búnir að vera þarna í einhverja daga kannski, kannski lengur. Og þeir höfðu, ég hef ekki hugmynd um hvaðan þeir höfðu sínar, þeir virtust tala, þeir þekktu fjármálakreppur og þeir sögðu: Þetta er bara svona, ykkar bankakerfi er þannig að það er varla hægt að bjarga því. Og ef það er hægt að bjarga einhverju þá er það Kaupþ..., þá er það KB. Þeir töluðu um að þeir væru snjallir,“ - bls. 104. Þarna liggur fyrir mat að minnsta kosti tveggja sérfræðinga á vegum virts alþjóðlegs ráðgjafa Seðlabankans á þeim tíma að hægt sé hugsanlega að bjarga Kaupþingi.Kaupþing féll tveimur sólarhringum síðar Tímasetning lánveitingarinnar er áhugaverð fyrir þær sakir að lánið var veitt sama dag og Alþingi samþykkti neyðarlög og allir stóru bankarnir þrír féllu innan þriggja sólahringa frá þeirri ákvörðun. Þegar lánið er afgreitt eru bæði Landsbankinn og Glitnir á barmi hruns og féllu þeir sama dag og degi síðar. Kaupþing féll 8. október, aðeins tveimur sólarhringum eftir að hafa fengið stóran hluta gjaldeyrisforða ríkisins að láni. Seðlabankinn tók danska bankann FIH að veði þegar neyðarlánið fór til Kaupþings, en FIH var sagður traustur banki. Óvíst verður hins vegar hins vegar um endurheimtur vegna umdeildra samninga sem Seðlabankinn gerði um sölu á eignarhlut sínum í bankanum fyrir þremur árum. Endurheimturnar eru háðar verðmæti í danskri skartgripakeðju, Pandora sem var meðal eigna FIH og hefur Seðlabankinn gripið til ýmissa úrræða til að tryggja sem bestar heimtur, m.a hefur hann verið sakaður um að skortselja bréfin í dönskum fjölmiðlum. Seðlabankinn hefur hins vegar hafnað þessum ásökunum.Ítrekaðar tilraunir hafa engan árangur borið Á sl. tveimur árum gerðu efnahags- og viðskiptanefnd og fjárlaganefnd Alþingis ítrekaðar tilraunir til að fá aðgang að símtali þeirra Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar um neyðarlánið til Kaupþings en þeim umleitunum var alltaf hafnað af Seðlabankanum. Grunsemdir eru um að stór hluti fjárins hafi runnið í hít umdeildra lánveitinga hjá Kaupþingi dagana um það leyti sem bankinn féll, en mál tengd þessum lánveitingum eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Komist er býsna nálægt kjarna málsins í nýrri bók um íslenskt viðskiptalíf, Ísland ehf. -auðmenn og áhrif eftir hrun, en þar segir:„Lánveitingin til Kaupþings reyndist Íslandi því ákaflega kostnaðarsöm. Helmingur upphæðarinnar sem lánuð var, og rökstuddur grunur er fyrir að hafi verið notuð í ýmislegt vafasamt að mati embættis sérstaks saksóknara, er tapaður. Í þeim gjaldeyrisvandræðum sem Ísland á í þegar þetta er skrifað er ljóst að sú upphæð hefði nýst vel,“ -bls. 43.Fór gjaldeyrisforði ríkisins í hít? Hægt er að færa rök fyrir því að almenningur eigi heimtingu á því að málið verði upplýst til hlítar þar sem um fé skattgreiðenda er að ræða. Í sjaldgæfu viðtali eftir vitnisburð í Landsdómi sagði Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, við fréttastofuna að peningarnir hefðu enn verið í bankanum við fall hans. Sigurður neitaði hins vegar að svara spurningum um hundruð milljóna evra lánveitingar til starfsmanna og vildarviðskiptavina Kaupþings um sama leyti og bankinn fékk gjaldeyrisforða ríkisins að láni hjá Seðlabankanum þar sem þau mál væru til rannsóknar.„Þessari spurningu vil ég ekki svara" Eftir kynningu á vaxtaákvörðun Seðlabankans í dag óskaði fréttastofan eftir upplýsingum um málið hjá Arnóri Sighvatssyni, aðstoðarseðlabankastjóra.Tap Seðlabanka Íslands vegna neyðarlánsins til Kaupþings 6. október 2008, hefur það fyllilega raungerst? Og hvað er það mikið? „Ég vil nú ekki fara að svara þessari spurningu. Við vorum hér að taka ákvarðanir í peningamálum," sagði Arnór.En veistu svarið við spurningunni? „Ég er ekki með það á reiðum höndum hér. Auk þess er þetta ekki efni þessa fundar."Þú sem einn af æðstu stjórnendum Seðlabanka Íslands, hefurðu séð yfirlit yfir samtal Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde þegar ákvörðun um lánveitinguna var tekin? „Þessari spurningu vil ég ekki svara."Hvers vegna ekki? „Þetta er spurning sem kemur ekki efni fundarins við. Þetta viðtal á að vera um peningastefnuna." Arnór segist samt skilja að almenningur hafi áhuga á málinu. „Já, ég skil það vel, en það verða aðrir að taka þær ákvarðanir."
Mest lesið Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent