Það er efnahagurinn, flónið þitt! Eiríkur Bergmann skrifar 26. ágúst 2013 09:00 Megináhersla Bills Clinton fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 1992 var að búa hagkerfi þess víðfeðma lands undir áskoranir 21. aldarinnar. Slagorðið It's the economy stupid! þótti grípa þá áherslu. Nú þegar nokkuð er liðið á öldina er bersýnilegt að íslenska hagkerfið er hvorki sjálfbært né búið undir aðsteðjandi áskoranir.Kerfisgallinn Kerfisgalli íslensks efnahagslífs varð til við inngönguna á Evrópska efnahagssvæðið árið 1994, með viðamikilli einkavæðingu fjármálakerfisins og fleytingu krónunnar árið 2001. Við sjáum það nú að þessi kokteill gekk ekki upp. Og getur ekki gengið upp. Enda hafa ríki af okkar stærðargráðu ekki reynt annað eins. Aðeins milljónaríki halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli á frjálsu floti á alþjóðlegum markaði. Slíkt fyrirkomulag veldur enda viðvarandi kerfisáhættu hjá smærri ríkjum. Því er á engan hátt trúverðugt að afnema gjaldeyrishöft án þess að skipta alfarið um peningamálastefnu og í raun um gjaldmiðil.Snjóhengjan ekki meginvandinn Íslenska krónan var aðeins á frjálsu floti í átta ár áður en hún féll á hliðina og var lögð í öndunarvél gjaldeyrishafta. Sem á hverjum degi hola hagkerfið að innan. Síðast þegar þetta gerðist, árið 1930, vorum við föst í slíkum höftum í nálega sjö áratugi. Fátt bendir til þess að vandinn sé minni nú. Gáið að því að þá var engin snjóhengja. Þó svo að snjóhengjan illvíga bæti hreint ekki úr skák þá er hún ekki grundvöllur vandans. Og jafnvel þótt einstaklega vel takist til við að vinda ofan af erlendum eignum þá er kerfisgallinn áfram óleystur.Viðbótarvandinn Þegar litið er ofan í rót íslensks efnahagslífs sést að við lifum á því að selja Evrópubúum fisk – þrír fjórðu hlutar utanríkisviðskipta eru á Evrópska efnahagssvæðinu. Því er aðildin að innri markaðinum efnahagsleg nauðsyn. Viðbótarvandinn er þó sá að við uppfyllum ekki lengur kröfuna um frjálsa för fjármagns. Um leið er ómögulegt að aflétta gjaldeyrishöftum án mun tryggari varna en við höfum sjálf yfir að ráða. Óvissan sem nú er komin upp og endurspeglast í skýrslum erlendra aðila um íslenskan efnahag er af þessum völdum. Síðasta ríkisstjórn hafði þá stefnu að leysa gjaldmiðilsvandann með upptöku evru eftir inngöngu í ESB. Við það færu gjaldeyrishöftin um leið og gengisáhætta hyrfi. Þeirri leið var hafnað í liðnum þingkosningum og því stendur upp á nýja ríkisstjórn að finna aðra leið. Aðeins tvær leiðir virðast nú færar: Annaðhvort að fjötra fjármálafyrirtækin við mun stífara regluverk en annars staðar þekkist og halda þeim við aðeins innlenda starfsemi eða að semja við annað ríki um upptöku gjaldmiðils þess með beinum bakstuðningi viðkomandi seðlabanka. Hingað til hafa aðeins sjónhverfingamenn bent á aðrar leiðir. Hvorug þessara leiða er þó greiðfær. Kyrrstaða er ekki kostur. Hún væri enda ávísun á mun lakari lífskjör en fólk í þessu landi mun sætta sig við. Áskorunin fram undan er að takast á við þennan vanda af alvöru. Stjórnmálamenn allra flokka þurfa því að láta af efnahagslegum sjónhverfingum sem engu skila nema blekkingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Megináhersla Bills Clinton fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 1992 var að búa hagkerfi þess víðfeðma lands undir áskoranir 21. aldarinnar. Slagorðið It's the economy stupid! þótti grípa þá áherslu. Nú þegar nokkuð er liðið á öldina er bersýnilegt að íslenska hagkerfið er hvorki sjálfbært né búið undir aðsteðjandi áskoranir.Kerfisgallinn Kerfisgalli íslensks efnahagslífs varð til við inngönguna á Evrópska efnahagssvæðið árið 1994, með viðamikilli einkavæðingu fjármálakerfisins og fleytingu krónunnar árið 2001. Við sjáum það nú að þessi kokteill gekk ekki upp. Og getur ekki gengið upp. Enda hafa ríki af okkar stærðargráðu ekki reynt annað eins. Aðeins milljónaríki halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli á frjálsu floti á alþjóðlegum markaði. Slíkt fyrirkomulag veldur enda viðvarandi kerfisáhættu hjá smærri ríkjum. Því er á engan hátt trúverðugt að afnema gjaldeyrishöft án þess að skipta alfarið um peningamálastefnu og í raun um gjaldmiðil.Snjóhengjan ekki meginvandinn Íslenska krónan var aðeins á frjálsu floti í átta ár áður en hún féll á hliðina og var lögð í öndunarvél gjaldeyrishafta. Sem á hverjum degi hola hagkerfið að innan. Síðast þegar þetta gerðist, árið 1930, vorum við föst í slíkum höftum í nálega sjö áratugi. Fátt bendir til þess að vandinn sé minni nú. Gáið að því að þá var engin snjóhengja. Þó svo að snjóhengjan illvíga bæti hreint ekki úr skák þá er hún ekki grundvöllur vandans. Og jafnvel þótt einstaklega vel takist til við að vinda ofan af erlendum eignum þá er kerfisgallinn áfram óleystur.Viðbótarvandinn Þegar litið er ofan í rót íslensks efnahagslífs sést að við lifum á því að selja Evrópubúum fisk – þrír fjórðu hlutar utanríkisviðskipta eru á Evrópska efnahagssvæðinu. Því er aðildin að innri markaðinum efnahagsleg nauðsyn. Viðbótarvandinn er þó sá að við uppfyllum ekki lengur kröfuna um frjálsa för fjármagns. Um leið er ómögulegt að aflétta gjaldeyrishöftum án mun tryggari varna en við höfum sjálf yfir að ráða. Óvissan sem nú er komin upp og endurspeglast í skýrslum erlendra aðila um íslenskan efnahag er af þessum völdum. Síðasta ríkisstjórn hafði þá stefnu að leysa gjaldmiðilsvandann með upptöku evru eftir inngöngu í ESB. Við það færu gjaldeyrishöftin um leið og gengisáhætta hyrfi. Þeirri leið var hafnað í liðnum þingkosningum og því stendur upp á nýja ríkisstjórn að finna aðra leið. Aðeins tvær leiðir virðast nú færar: Annaðhvort að fjötra fjármálafyrirtækin við mun stífara regluverk en annars staðar þekkist og halda þeim við aðeins innlenda starfsemi eða að semja við annað ríki um upptöku gjaldmiðils þess með beinum bakstuðningi viðkomandi seðlabanka. Hingað til hafa aðeins sjónhverfingamenn bent á aðrar leiðir. Hvorug þessara leiða er þó greiðfær. Kyrrstaða er ekki kostur. Hún væri enda ávísun á mun lakari lífskjör en fólk í þessu landi mun sætta sig við. Áskorunin fram undan er að takast á við þennan vanda af alvöru. Stjórnmálamenn allra flokka þurfa því að láta af efnahagslegum sjónhverfingum sem engu skila nema blekkingu.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun