Lífið

Grimes ósátt við kynjamisrétti

ósátt Grimes er ósátt við kynjamisréttið sem ríkir innan tónlistariðnaðarins. Nordicphotos/getty
ósátt Grimes er ósátt við kynjamisréttið sem ríkir innan tónlistariðnaðarins. Nordicphotos/getty
Kanadíska söngkonan Claire Boucher, betur þekkt sem Grimes, tjáði sig nýverið um kynjamisréttið sem ríkir innan tónlistariðnaðarins. Boucher skrifaði langa færslu um efnið á Tumblr-síðu sína á þriðjudag.

„Ég vil ekki verða fyrir áreiti á tónleikum eða á götum úti vegna þess að fólk hefur hlutgert mig. Það hryggir mig að löngunin eftir jafnrétti er túlkuð sem hatur í garð karlmanna og ekki sem krafa um virðingu,“ skrifaði söngkonan á síðu sinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hin 25 ára gamla Boucher tjáir sig um málið. Í viðtali við Spin á síðasta ári lét hún þessi orð falla: „Því lengur sem ég hrærist í þessum iðnaði, því meira kemur hegðun fólks mér á óvart.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.