Gott kvöld, Reykvíkingar Birgir Þórarinsson skrifar 14. júní 2013 08:44 „Hvernig stendur á því að svona margar frábærar hljómsveitir koma frá Íslandi?“ Þetta er oft fyrsta spurningin sem við í Gusgus fáum frá erlendu fjölmiðlafólki. Ég veit í raun ekki svarið, kenni oftast pönkinu um upptökin, svona til að segja eitthvað. En rétt er að m.v. mannfjölda er popptónlistargrasrótin á Íslandi einstök og erlendir sigrar hennar ótrúlegir. Er svo komið að þessi mikla tónlistargróska er eitt af þremur einkennum sem Ísland er hvað þekktast fyrir. Hin eru náttúrufegurð og bankahrun. Ferðaþjónusta á Íslandi skapar um 10.000 störf og gjaldeyristekjur nálægt 100 milljörðum. Um 40% ferðamanna sem heimsækja landið nefna að menning hafi skipt miklu máli við ákvörðun ferðarinnar. Ég ætla að leyfa mér að eigna íslenskri tónlistarútrás veglegan hluta þessarar áhugaverðu menningar. Allavega tala þeir tónleikagestir sem ég hitti erlendis um lítið annað en hversu spennandi Ísland sé og hvað þá langi til að koma í heimsókn.Orðlaus Þegar ég steig inn á Nasa í fyrsta skipti, fljótlega eftir að staðurinn opnaði, varð ég orðlaus. Hér var loksins kominn staður sem jafnaðist á við flottustu tónleikastaði af svipaðri stærðargráðu erlendis. Fram að því höfðu eingöngu litlar holur með pínulítil svið og enga lofthæð eða skemmur á iðnaðarsvæðum verið í boði til tónleikahalds. Nasa er fullkominn staður fyrir þær mörgu íslensku hljómsveitir sem fá 300 til 700 gesti á sína tónleika. Veigamikið hlutverk Staðsetningin í miðbænum er algjörlega nauðsynleg miðað við skemmtanamenningu Reykvíkinga. Hátt er til lofts, sem er skilyrði þess að hægt sé að koma upp þeim ljósabúnaði sem þarf eigi útkoman að vera alvöru. Sviðið er nógu stórt til að flestar hljómsveitir komist þægilega fyrir og sviðsframkoma listamanna getur notið sín. Innra skipulag staðarins er líka einstaklega hentugt og vistlegt. Að lokum er rekstrarleg yfirbygging í lágmarki þannig að hægt er að ákvarða miðaverð að fjárhag tónleikagesta en samt geta hljómsveitir vænst þess að fá laun fyrir sína vinnu sem ekki var algengt fyrir tíð Nasa. Í stuttu máli. Nasa er einstakur tónleikastaður. Aðrir sambærilegir tónleikastaðir eru engir hér í borg. Með tilkomu Nasa var settur nýr staðall í tónleikahaldi í Reykjavík. Hver hljómsveitin á fætur annarri hefur sett upp magnaðar sýningar með ágætis afkomu en áður var það að fara á tónleika líkara því að mæta í heimsókn niður í æfingahúsnæði. Óneitanlega spilaði Nasa veigamikið hlutverk í þeim mikla uppgangi íslensks tónlistarlífs sem mætti kalla íslenska tónlistarvorið á síðasta áratug. Mínus, Dikta, Singapore Sling, Apparat, Gusgus, Trabant, FM Belfast, Seabear, Sin Fang, Kimono, Retro Stefson, Amiina, Sign, Skálmöld, Hjaltalín og Hjálmar eru allt dæmi um hljómsveitir sem nærðust í þessu umhverfi og hafa borið hróður Íslands langt út fyrir landsteina. Það er mikilvægt að taka fram, í ljósi yfirlýsinga um annað, að rekstur staðarins gekk vel á þessum tíma. En svo kom hrunið. Tímabundinn samdráttur í tónleikahaldi og fjárhag tónleikagesta, ásamt því að húsaleiga staðarins var hækkuð upp úr öllu valdi (líklega vegna þess að eigandinn vildi starfsemina út), gerði reksturinn óarðbæran um tíma. Reykjavíkurborg neitaði allri aðstoð, „við höfum Hörpuna“ var sagt og því fór sem fór. Nasa hefur verið lokað og grasrótin send aftur í rottuholurnar.Sársaukafullt fyrir grasrótina Það gerðist akkúrat það með Hörpuna sem ég var hræddur um. Að hún myndi gleypa svo mikið fé frá ríki og borg að þar með þætti fjárstuðningur við tó nlistarlíf nægur. Harpan hentar vel fyrir klassíska tónlist, auk þess sem rólegir, sitjandi tónlistarviðburðir sem þola hátt miðaverð bera sig þar ágætlega. Stórar tónlistarhátíðir geta líka gengið upp og hún er kjörin undir heiðurstónleika fyrir virta tónlistarmenn sem eru að syngja sitt síðasta. En fyrir ströglandi grasrótina hentar hún engan veginn. Fjárhagslega gengur einfaldlega ekki upp að fara þangað inn, auk þess sem andinn og innri umgjörð í húsinu á meira skylt við flugstöð en notalegan tónleikastað. Það er látið eins og Harpan sé stórkostleg gjöf til tónlistarmanna en í raun er tónlistarsenunni nú ætlað að aðlaga sig að þörfum Hörpunnar og spila þar launalaust svo hægt sé að borga fyrir þá gífurlegu rekstrarlegu yfirbyggingu sem fylgir staðnum. Það er afskaplega sársaukafullt fyrir grasrótina að sjá hvern milljarðinn á fætur öðrum úr sameiginlegum sjóðum landsmanna renna í þetta risavaxna hús og að það sé í ofanálag notað sem réttlæting fyrir því að eina alvöru tónleikastaðnum okkar sé neitað um líf. Alltof oft líður mér eins og skipulagsyfirvöld haldi að þeirra helsta hlutverk sé að greiða götu fjármagnsafla með spennandi viðskiptahugmyndir. En það er ekki síður þeirra hlutverk að standa vörð um gróskumikið mannlíf og lifandi borg. Það eru verðmæti sem nýtast öllum en ekki bara fáum. Gróskufullt tónlistarlíf og heimili þess, Nasa, er eitt af þessum ómetanlegu verðmætum sem skipulagsyfirvöld eiga að standa vörð um. Ég vona að borgaryfirvöld snúi af ógæfuför sinni og finni leið til að bjarga þessu heimili svo íslenska tónlistarundrið megi áfram eiga sitt líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Góðan daginn, Reykvíkingar 8. júní 2013 06:00 Elsku bestu Reykvíkingar Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið. 12. júní 2013 08:52 Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
„Hvernig stendur á því að svona margar frábærar hljómsveitir koma frá Íslandi?“ Þetta er oft fyrsta spurningin sem við í Gusgus fáum frá erlendu fjölmiðlafólki. Ég veit í raun ekki svarið, kenni oftast pönkinu um upptökin, svona til að segja eitthvað. En rétt er að m.v. mannfjölda er popptónlistargrasrótin á Íslandi einstök og erlendir sigrar hennar ótrúlegir. Er svo komið að þessi mikla tónlistargróska er eitt af þremur einkennum sem Ísland er hvað þekktast fyrir. Hin eru náttúrufegurð og bankahrun. Ferðaþjónusta á Íslandi skapar um 10.000 störf og gjaldeyristekjur nálægt 100 milljörðum. Um 40% ferðamanna sem heimsækja landið nefna að menning hafi skipt miklu máli við ákvörðun ferðarinnar. Ég ætla að leyfa mér að eigna íslenskri tónlistarútrás veglegan hluta þessarar áhugaverðu menningar. Allavega tala þeir tónleikagestir sem ég hitti erlendis um lítið annað en hversu spennandi Ísland sé og hvað þá langi til að koma í heimsókn.Orðlaus Þegar ég steig inn á Nasa í fyrsta skipti, fljótlega eftir að staðurinn opnaði, varð ég orðlaus. Hér var loksins kominn staður sem jafnaðist á við flottustu tónleikastaði af svipaðri stærðargráðu erlendis. Fram að því höfðu eingöngu litlar holur með pínulítil svið og enga lofthæð eða skemmur á iðnaðarsvæðum verið í boði til tónleikahalds. Nasa er fullkominn staður fyrir þær mörgu íslensku hljómsveitir sem fá 300 til 700 gesti á sína tónleika. Veigamikið hlutverk Staðsetningin í miðbænum er algjörlega nauðsynleg miðað við skemmtanamenningu Reykvíkinga. Hátt er til lofts, sem er skilyrði þess að hægt sé að koma upp þeim ljósabúnaði sem þarf eigi útkoman að vera alvöru. Sviðið er nógu stórt til að flestar hljómsveitir komist þægilega fyrir og sviðsframkoma listamanna getur notið sín. Innra skipulag staðarins er líka einstaklega hentugt og vistlegt. Að lokum er rekstrarleg yfirbygging í lágmarki þannig að hægt er að ákvarða miðaverð að fjárhag tónleikagesta en samt geta hljómsveitir vænst þess að fá laun fyrir sína vinnu sem ekki var algengt fyrir tíð Nasa. Í stuttu máli. Nasa er einstakur tónleikastaður. Aðrir sambærilegir tónleikastaðir eru engir hér í borg. Með tilkomu Nasa var settur nýr staðall í tónleikahaldi í Reykjavík. Hver hljómsveitin á fætur annarri hefur sett upp magnaðar sýningar með ágætis afkomu en áður var það að fara á tónleika líkara því að mæta í heimsókn niður í æfingahúsnæði. Óneitanlega spilaði Nasa veigamikið hlutverk í þeim mikla uppgangi íslensks tónlistarlífs sem mætti kalla íslenska tónlistarvorið á síðasta áratug. Mínus, Dikta, Singapore Sling, Apparat, Gusgus, Trabant, FM Belfast, Seabear, Sin Fang, Kimono, Retro Stefson, Amiina, Sign, Skálmöld, Hjaltalín og Hjálmar eru allt dæmi um hljómsveitir sem nærðust í þessu umhverfi og hafa borið hróður Íslands langt út fyrir landsteina. Það er mikilvægt að taka fram, í ljósi yfirlýsinga um annað, að rekstur staðarins gekk vel á þessum tíma. En svo kom hrunið. Tímabundinn samdráttur í tónleikahaldi og fjárhag tónleikagesta, ásamt því að húsaleiga staðarins var hækkuð upp úr öllu valdi (líklega vegna þess að eigandinn vildi starfsemina út), gerði reksturinn óarðbæran um tíma. Reykjavíkurborg neitaði allri aðstoð, „við höfum Hörpuna“ var sagt og því fór sem fór. Nasa hefur verið lokað og grasrótin send aftur í rottuholurnar.Sársaukafullt fyrir grasrótina Það gerðist akkúrat það með Hörpuna sem ég var hræddur um. Að hún myndi gleypa svo mikið fé frá ríki og borg að þar með þætti fjárstuðningur við tó nlistarlíf nægur. Harpan hentar vel fyrir klassíska tónlist, auk þess sem rólegir, sitjandi tónlistarviðburðir sem þola hátt miðaverð bera sig þar ágætlega. Stórar tónlistarhátíðir geta líka gengið upp og hún er kjörin undir heiðurstónleika fyrir virta tónlistarmenn sem eru að syngja sitt síðasta. En fyrir ströglandi grasrótina hentar hún engan veginn. Fjárhagslega gengur einfaldlega ekki upp að fara þangað inn, auk þess sem andinn og innri umgjörð í húsinu á meira skylt við flugstöð en notalegan tónleikastað. Það er látið eins og Harpan sé stórkostleg gjöf til tónlistarmanna en í raun er tónlistarsenunni nú ætlað að aðlaga sig að þörfum Hörpunnar og spila þar launalaust svo hægt sé að borga fyrir þá gífurlegu rekstrarlegu yfirbyggingu sem fylgir staðnum. Það er afskaplega sársaukafullt fyrir grasrótina að sjá hvern milljarðinn á fætur öðrum úr sameiginlegum sjóðum landsmanna renna í þetta risavaxna hús og að það sé í ofanálag notað sem réttlæting fyrir því að eina alvöru tónleikastaðnum okkar sé neitað um líf. Alltof oft líður mér eins og skipulagsyfirvöld haldi að þeirra helsta hlutverk sé að greiða götu fjármagnsafla með spennandi viðskiptahugmyndir. En það er ekki síður þeirra hlutverk að standa vörð um gróskumikið mannlíf og lifandi borg. Það eru verðmæti sem nýtast öllum en ekki bara fáum. Gróskufullt tónlistarlíf og heimili þess, Nasa, er eitt af þessum ómetanlegu verðmætum sem skipulagsyfirvöld eiga að standa vörð um. Ég vona að borgaryfirvöld snúi af ógæfuför sinni og finni leið til að bjarga þessu heimili svo íslenska tónlistarundrið megi áfram eiga sitt líf.
Elsku bestu Reykvíkingar Borgarfulltrúar Besta flokksins skrifuðu stórskemmtilega grein í Fréttablaðið um skipulag á Landsímareitnum. Margt í greininni var ekki bara skemmtilegt heldur bráðfyndið. 12. júní 2013 08:52
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar