Kristrún Ösp Barkardóttir, ein af stjórnendum vefsíðunnar Hún.is, hefur litað hárið brúnt en fyrir var hún ljóshærð. Ef myndirnar eru bornar saman af Kristrúnu má sjá að hún er gjörbreytt í útliti.
"Feik ljósu lokkarnir fengu að fjúka. Brunette," skrifaði Kristrún á Facebooksíðuna sína með þessari mynd af sér.Nú er sagt að ljóshærðar konur skemmti sér betur en brúnhærðar. Ertu meðvituð um það? "Jú ekki spurning en ég verð bara taka á því og gera mitt besta," svarar Kristrún á léttu nótunum.
Kristrún Ösp prýddi forsíðu Lífsins ásamt Baltasar syni sínum í fyrra. Þá ljóshærð og geislandi.Mynd/Heiða