Innlent

Rekstrarfélag Kringlunnar bregst við athugasemdum

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Vilhelm
Kringlan hefur boðað breytingar og endurskoðun á regluverki eftir að Samkeppniseftirlitið benti á að ákvæði í félagasamþykktum og reglum Kringlunnar gætu falið í sér brot gegn ákvæðum samkeppnislaga.

Einstaklingar sem eiga samkeppnishagsmuna að gæta geta nú ekki setið í stjórn félagsins og breytingarnar fela í sér að reglurnar muna ekki koma í veg fyrir verðsamkeppni í Kringlunni.

Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að með breytingunum sé Kringlan ekki að viðurkenna brot heldur taka af tvímæli um að starfsemi Kringlunnar sé ætlað að vera í fullu samræmi við samkeppnislög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×