Er heimilt að mismuna ef það einfaldar málið? Edda H. Harðardóttir og í fæðingarorlofi frá því fyrir áramót skrifa 7. mars 2013 06:00 Í lok desember 2012 samþykkti Alþingi að hækka hámarksgreiðslu Fæðingarorlofssjóðs til foreldra í fæðingarorlofi úr kr. 300.000 í kr. 350.000. Þetta þýðir að hámarksgreiðsla sjóðsins er orðin jafnhá og hún var fyrir skerðinguna sem núverandi ríkisstjórn framkvæmdi eftir kosningarnar 2009. Einn grundvallarmunur er þó á ákvörðun sömu stjórnar frá 2009 um að skerða greiðslurnar og þeirri ákvörðun sem tekin var fyrir síðustu áramót um að hækka þær aftur. Í nýju lögunum er kveðið á um að þau öðlist gildi 1. janúar 2013 og eigi aðeins við um foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2013 eða síðar. Þetta þýðir að hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði til foreldra barns sem fæddist 31. desember 2012 er 14% lægri en til foreldra barns sem fæddist daginn eftir. Árið 2009, þegar sama ríkisstjórn skerti greiðslurnar um sömu fjárhæð, var ekkert slíkt ákvæði í lögunum. Skerðingin tók gildi 1. janúar 2010 og gilti fyrir alla sem þá áttu rétt til greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði, óháð fæðingardegi barns. Velferðarráðherra hefur skýrt forsendur þessarar mismununar. Á dv.is, hinn 17. desember 2012, er orðrétt haft eftir honum: „Það kemur alltaf upp þetta álitamál við hvaða tímamörk á að miða og við höfum fundið það út að það er einfaldast um leið og lögin eru samþykkt að gefa þann tíma.“ Skýringin á því að mismuna foreldrum með þessum hætti er sem sagt sú að ríkisstjórnin fann það út eftir athugun á málinu að þetta væri „einfaldast“. Ekki fylgdi þó sögunni hvers vegna sérstaklega flókið var talið að láta breytinguna gilda gagnvart öllum sem eiga rétt á greiðslum úr sjóðnum, óháð því hvenær barnið fæðist. Ekki fylgdi heldur sögunni hvers vegna ekki var einfaldast árið 2009 að láta skerðingu á hámarksgreiðslunni eingöngu ná til foreldra þeirra barna sem fæddust eftir 1. janúar 2010.Fær ekki staðist Ofangreind skýring velferðarráðherra fær ekki staðist. Stæðist hún myndi það sama væntanlega gilda um aðrar sambærilegar greiðslur frá hinu opinbera. Atvinnuleysisbætur voru t.d. hækkaðar 1. júní 2011. Því mætti hugsa sér að sá sem varð atvinnulaus 1. janúar 2011 fengi lægri atvinnuleysisbætur en sá sem missti vinnuna 1. ágúst 2011 vegna þess að það væri „einfaldast“. Fjárhæðir bóta almannatrygginga hækka um flest áramót. Með sama hætti og að framan greinir ætti öryrki, sem hóf að þiggja bætur frá Tryggingastofnun 1. janúar 2012, ekki rétt á þeim hækkunum sem urðu 1. janúar 2013, af því að það er „einfaldast“. Það er mismunun ef foreldrar barna fá mismunandi háa greiðslu úr fæðingarorlofssjóði, þrátt fyrir að eiga rétt til hámarksgreiðslu. Samkvæmt stjórnarskrá eru allir jafnir fyrir lögunum og hvers kyns ómálefnaleg mismunun er bönnuð. Þess er reyndar ekki getið berum orðum þar að óheimilt sé að mismuna fólki ef það má vera til einföldunar fyrir hið opinbera. Undirrituð leyfir sér þó að efast um að það sé málefnaleg mismunum og skorar á svonefndu velferðarstjórnina að leiðrétta þessa mismunun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Í lok desember 2012 samþykkti Alþingi að hækka hámarksgreiðslu Fæðingarorlofssjóðs til foreldra í fæðingarorlofi úr kr. 300.000 í kr. 350.000. Þetta þýðir að hámarksgreiðsla sjóðsins er orðin jafnhá og hún var fyrir skerðinguna sem núverandi ríkisstjórn framkvæmdi eftir kosningarnar 2009. Einn grundvallarmunur er þó á ákvörðun sömu stjórnar frá 2009 um að skerða greiðslurnar og þeirri ákvörðun sem tekin var fyrir síðustu áramót um að hækka þær aftur. Í nýju lögunum er kveðið á um að þau öðlist gildi 1. janúar 2013 og eigi aðeins við um foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2013 eða síðar. Þetta þýðir að hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði til foreldra barns sem fæddist 31. desember 2012 er 14% lægri en til foreldra barns sem fæddist daginn eftir. Árið 2009, þegar sama ríkisstjórn skerti greiðslurnar um sömu fjárhæð, var ekkert slíkt ákvæði í lögunum. Skerðingin tók gildi 1. janúar 2010 og gilti fyrir alla sem þá áttu rétt til greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði, óháð fæðingardegi barns. Velferðarráðherra hefur skýrt forsendur þessarar mismununar. Á dv.is, hinn 17. desember 2012, er orðrétt haft eftir honum: „Það kemur alltaf upp þetta álitamál við hvaða tímamörk á að miða og við höfum fundið það út að það er einfaldast um leið og lögin eru samþykkt að gefa þann tíma.“ Skýringin á því að mismuna foreldrum með þessum hætti er sem sagt sú að ríkisstjórnin fann það út eftir athugun á málinu að þetta væri „einfaldast“. Ekki fylgdi þó sögunni hvers vegna sérstaklega flókið var talið að láta breytinguna gilda gagnvart öllum sem eiga rétt á greiðslum úr sjóðnum, óháð því hvenær barnið fæðist. Ekki fylgdi heldur sögunni hvers vegna ekki var einfaldast árið 2009 að láta skerðingu á hámarksgreiðslunni eingöngu ná til foreldra þeirra barna sem fæddust eftir 1. janúar 2010.Fær ekki staðist Ofangreind skýring velferðarráðherra fær ekki staðist. Stæðist hún myndi það sama væntanlega gilda um aðrar sambærilegar greiðslur frá hinu opinbera. Atvinnuleysisbætur voru t.d. hækkaðar 1. júní 2011. Því mætti hugsa sér að sá sem varð atvinnulaus 1. janúar 2011 fengi lægri atvinnuleysisbætur en sá sem missti vinnuna 1. ágúst 2011 vegna þess að það væri „einfaldast“. Fjárhæðir bóta almannatrygginga hækka um flest áramót. Með sama hætti og að framan greinir ætti öryrki, sem hóf að þiggja bætur frá Tryggingastofnun 1. janúar 2012, ekki rétt á þeim hækkunum sem urðu 1. janúar 2013, af því að það er „einfaldast“. Það er mismunun ef foreldrar barna fá mismunandi háa greiðslu úr fæðingarorlofssjóði, þrátt fyrir að eiga rétt til hámarksgreiðslu. Samkvæmt stjórnarskrá eru allir jafnir fyrir lögunum og hvers kyns ómálefnaleg mismunun er bönnuð. Þess er reyndar ekki getið berum orðum þar að óheimilt sé að mismuna fólki ef það má vera til einföldunar fyrir hið opinbera. Undirrituð leyfir sér þó að efast um að það sé málefnaleg mismunum og skorar á svonefndu velferðarstjórnina að leiðrétta þessa mismunun.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun