Lífið

Svartur hestur bókajólanna

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Villi hefur mokselt af bók sinni.
Villi hefur mokselt af bók sinni. mynd/einkasafn
Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem sjónvarps- og tónlistarmaðurinn Villi naglbítur, ætlar að reynast hinn svokallaði svarti hestur þessara bókajóla; sá sem hefur komið þeim sem gerst þekkja til á bókamarkaði algerlega á óvart með góðu gengi. Vísindabók hans er uppseld hjá útgefenda sem lét prenta fimmtán þúsund eintök af bókinni hans. Villi hefur verið áberandi á sölulistum og jafnvel á stundum skotið sjálfum Arnaldi Indriðasyni, sölukóngi undanfarinna ára, ref fyrir rass á toppnum.

Í fyrra var það leikkonan Ingibjörg Reynisdóttir sem reyndist hinn svarti hestur, með bók sinni um Gísla á Uppsölum, en mjög góð sala þess rits kom flestum á óvart. Sú bók kom út hjá Sögum útgáfu og hljóp á snærið hjá þeim en útgefandi Villa er Forlagið. Þar á bæ eru menn að vonum kátir.

„Við erum ákaflega ánægðir með ganginn á Vísindabók Villa. Við bundum vissulega vonir við að þetta gæti orðið sölubók en þetta fór framar okkar björtustu vonum,“ segir Egill Örn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Forlagsins.

Þegar er hafinn undirbúningur að næstu bók Villa sem ráðgert er að komi út á næsta ári.

„Til þess að fylgja þessum miklu vinsældum eftir,“ segir Egill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.