Innlent

Alþjóðlegt ljósmyndaverkefni í miðbænum í kvöld

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Myndirnar eru komnar upp og verða upplýstar í kvöld.
Myndirnar eru komnar upp og verða upplýstar í kvöld.
Alþjóðlega ljósmynda verkefnið Inside Out er komið til Íslands, er komið til Íslands og verður frumsýnt nú í kvöld í Hjartagarðinum og á Klapparstíg. Þeir sem ætla sér að rölta niður Laugarveginn í hinn hefðbundna Þorláksmessu göngutúr, eru hvattir til þess að kíkja á verkefnið.

Forsprakki verkefnisins á Íslandi er Katrín Olafsson, nemi í ljósmyndun, sem búsett er í New York. Hugmyndin að því að koma með verkefnið hingað til lands kviknaði í heimsókn Katrínar á vinnustofu franska ljósmyndarans JR, sem er upphafsmaður verkefnisins.

„Í heimsókninni tók ég eftir korti þar sem merkt hafði verið við þá staði í heiminum þar sem Inside Out-verkefnið hafi verið unnið. Ég tók eftir því að það átti eftir að vinna slíkt verkefni á Íslandi og nú er ég á leiðinni heim að koma þessu í verk,“ segir Katrín. Tilgangur verkefnisins er að sögn Katrínar að vekja fólk til umhugsunar um gildi sem þeir listamenn, sem eru í forsvari fyrir verkefnið í hverju landi fyrir sig, telji mikilvæg. Katrín valdi jafnréttið, sem Íslendingar eru þekktir fyrir um allan heim.

„Ég vildi sýna heiminum að ­jafnrétti skiptir okkur Íslendinga máli. Þó svo að við stöndum vel miðað við önnur lönd getum við alltaf gert betur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×