Innlent

Bláskógabyggð vill inn á ljósnetskortið

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Byggðaráð Bláskógarbyggðar vlll ljósnet á Laugavatn og aðra þéttbýlisstaði sveitarfélagsins.
Byggðaráð Bláskógarbyggðar vlll ljósnet á Laugavatn og aðra þéttbýlisstaði sveitarfélagsins.
Byggðaráð Bláskógabyggðar segir að enginn af þéttbýlisstöðunum þremur í sveitarfélaginu séu tilgreindir í fréttum frá Símanum um þá þéttbýlisstaði landsins sem fyrirtækið ætlar að ljósnetvæða á þessu ári.

Byggðaráð beinir þeim tilmælum til Símans að Laugarvatn, Reykholt og Laugarás verði ljósnetvædd eins fljótt og auðið sé.

„Fullur skilningur er á því að slík vinna tekur alltaf einhvern tíma en ekki er samt hægt að una lengi við slíka mismunun á þjónustu við almenning í landinu að sumir fái ljósnetsþjónustu en aðrir ekki þegar um svipaðar aðstæður er að ræða,“ segir byggðaráðið.


Tengdar fréttir

Sameini ekki á Vestfjörðum

Bæjarráð Ísafjarðar leggst eindregið gegn sameiningu heilbrigðisstofnana á Patreksfirði og Ísafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×