Innlent

Borgarstjórn samþykkir neyðarhjálp til Sýrlands

Ljósmyndari Fréttablaðsins, Vilhelm Gunnarsson, var nýverið á ferðinni í Sýrlandi og tók þá margar magnaðar myndir sem lýsa ástandinu í landinu.
Ljósmyndari Fréttablaðsins, Vilhelm Gunnarsson, var nýverið á ferðinni í Sýrlandi og tók þá margar magnaðar myndir sem lýsa ástandinu í landinu. Mynd/Vilhelm
Borgarstjórn samþykkti samhljóða að veita sem svarar 100 krónum á hvert barn í Reykjavík til hjálparstarfs vegna yfirstandandi hörmunga í Sýrlandi. Unicef er falið að ráðstafa stuðningi Reykjavíkurborgar.

„Það er ekki hægt að annað en að bregðast við þegar aðstæður barna eru svo hörmulegar,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokks.

Í flóttamannabúðunum Zatari í Jordaníu sem myndast hafa vegna stríðsins eru 130.000 flóttamenn. Yfir 70.000 eru börn og 30.000 eru fjögurra ára eða yngri.

„Við lítum á hreint drykkjarvatn sem sjálfsagðan hlut. Börn í flóttamannabúðunum í Jórdaníu hafa ekki vatn en Unicef dreifir 4,2 milljónum lítrum af hreinu vatni á dag. Þar eru ekki skólar og ekki heilsugæslustöðvar. Unicef vinnur gríðarleg fórnfúst og mikilvægt starf í búðunum,“ bætti Júlíus Vífill við í ræðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×