Lífið

Jólaávarp Englandsdrottningar

Ugla Egilsdóttir skrifar
Elísabet Englandsdrottning.
Elísabet Englandsdrottning. Mynd/AFP
Árlegu jólaávarpi Elísabetar Englandsdrottningar var sjónvarpað í vikunni. Í ræðu sinni minntist hún á langömmubarnið sitt sem var einmitt myndað við þetta tilefni.

Í júlí voru liðin 60 ár frá því hún var krýnd, og hún sagði að það hefði fengið sig til að líta um öxl og gleðjast yfir þeim breytingum sem hefðu átt sér stað síðan þá.

Sumar breytingarnar hefðu verið til góðs, en margt væri ennþá við það sama, eins og mikilvægi fjölskyldunnar, vina og þess að vera góður við náunga sinn.

Drottningin var í gulum kjól þegar hún flutti ávarpið. Hlekkur sem vísar á ávarpið er hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.