Lífið

Stephen Colbert í aukahlutverki í Hobbitanum

Stephen Colbert
Stephen Colbert GETTY
Stephen Colbert, sem er best þekktur fyrir að vera stjórnandi sjónvarpsþáttarins The Colbert Report, sagði þegar hann var gestur hjá David Letterman, í The Late Show, að hann léki lítið hlutverk í kvikmyndinni The Hobbit: The Desolation of Smaug, en vildi ekkert meira gefa upp þegar Letterman gekk á hann.

The Colbert Report er pólítískur fréttaþáttur þar sem Colbert gerir grín að íhaldssömum stjórnmálamönnum og því kom mörgum á óvart að hann skildi birtast í þessu hlutverki. Hann hefur áður gefið út að hann sé mikill aðdáandi myndanna úr smiðju Peters Jackson.

Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni þar sem Colbert bregður fyrir.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.