Lífið

Robin Roberts út úr skápnum

Robin Roberts, sem hefur löngum haldið einkalífi sínu frá sviðsljósinu, kom út úr skápnum á Facebook á sunnudaginn.

Roberts, sem er vinsæll þáttastjórnandi í Bandaríkjunum og hefur átt sinn þátt í að Good Morning America, þátturinn sem hún stjórnar ásamt George Stephanopoulos, Josh Elliott, Lara Spencer og Ginger Zee, er um þessar mundir vinsælasti morgunþáttur í Bandaríkjunum. 

Á Facebook-síðu sinni setur Roberts stöðuuppfærslu ásamt mynd af sér og hundinum sínum, KJ.

„Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þetta var fyrir einu ári í dag. Þarna voru nákvæmlega hundrað dagar síðan ég fékk beinmergsígræðsluna og KJ mátti loksins koma aftur heim,“ segir Roberts meðal annars og heldur áfram.

„Ég er friðsæl og full af gleði og þakklæti. Ég er þakklát Guði, læknunum mínum og hjúkrunarfræðingum fyrir allt. Ég er þakklát systur minni, Sally-Ann, fyrir að gefa mér beinmerg og þannig, líf. Ég er þakklát fyrir alla fjölskylduna mína, kærustuna mína Amber, sem ég hef verið með í mörg ár, og vini mína núna þegar við siglum inn í nýtt æðislegt ár, saman.“

Roberts hefur háð opinbera baráttu við brjóstakrabbamein, auk þess sem hún var greind með blóð- og beinmergssjúkdóm árið 2012. 

Roberts er ein margra stjarna sem komið hafa út úr skápnum á árinu, en þar má nefna stjörnur á borð við Jodie Foster, Wentworth Miller, Maria Bello, Jason Collins og Tom Daley, svo einhverjir séu nefndir.

Sjónvarpsstöðin ABC News, vinnuveitendur Roberts, gáfu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu eftir að Roberts kom út úr skápnum.

„Við elskum Robin og Amber, sem við höfum öll þekkt í langan tíma. Stöðuuppfærsla Robin á Facebook í dag snerti við okkur og við erum svo þakklát fyrir alla ástina og stuðninginn sem hún hefur í lífi sínu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.