Innlent

Eldur kom upp í tveimur mannlausum bílum í miðborginni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eldur kom upp í tveimur mannlausum bílum sem voru á bílastæði við Stýrimannastíg í miðborg Reykjavíkur í kvöld en þetta kemur fram á vefsíðunni mbl.is.

Bílarnir eru mikið skemmdir eftir brunann.

Ekki er vitað um eldsupptök en grunur er um að íkveikju hafi verið að ræða og mun lögreglan rannsaka málið með því fyrir augum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×