Innlent

Maður laminn í andlitið með flösku í nótt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Maður var laminn í andlitið með flösku við Lækjartorg í nótt og hlaut hann vænan skurð eftir atvikið.

Maðurinn gat ekki lýst árásaraðila en sagði að flaskan hefði brotnað við höggið.

Hann var með skurð á enni og fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahús.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni grunaðir um ölvun við akstur.  Annar ökumaðurinn reyndist einnig sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×