Innlent

Megrunarlyf sem getur valdið hjartastoppi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Getty
Lyfjastofnun varar  fólk við lyfjakaupum í netverslunum. Í Danmörku hefur verið tilkynnt um alvarlegar aukaverkanir sem tengdar eru megrunarlyfi, ECA 30+. Megrunarlyfið hefur verið selt í netverslunum.

Aukaverkunum er meðal annars lýst sem hröðum hjartslætti sem getur leitt til hjartastopps.

Samkvæmt mati dönsku lyfjastofnunarinnar flokkast lyfið sem lyf sem inniheldur koffein, efedrín og acetylsalicylsýru. Efedrín og koffein geta aukið hættu á hjarta- og æðakvillum.

Lyfjastofnun minnir jafnframt á að verslun með lyf á netinu sé ólöglega samkvæmt íslenskum lögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×