Innlent

Gríðarlegur fjöldi Íslendinga í verslunarleiðangri í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kringlan var troðfull í dag.
Kringlan var troðfull í dag. mynd / samúel
Íslendingar keppast  nú við það að klára jólagjafainnkaupin og er margmenni á öllum helstu verslunarsvæðum á höfuðborgarsvæðinu.

Mikil fjöldi fólks er verslunarmiðstöðunum í Kringlunni og Smáralind og hefur fréttastofan fengið þær upplýsingar að erfitt sé að fá bílastæði á þessum stöðum.

Það sama má segja um Laugarveginn en mikil jólastemmning er þar og margir hafa lagt leið sína í miðborgina í dag. Nú fer hver að vera síðastur að finna hina fullkomnu jólagjöf þegar aðeins tveir dagar eru til jóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×