Lífið

Pamela Anderson aftur orðin ljóshærð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kynbomban Pamela Anderson spókaði sig í Malibu á laugardaginn og sýndi aðdáendum sínum að hún er aftur komin með ljóst hár.

Stutt er síðan Pamela skartaði dökku hári á viðburði í Miami en hún lét hafa eftir sér að hana hafi lengi langað til að breyta um hárgreiðslu - sérstaklega fyrir maraþonið í New York sem hún hljóp í nóvember.

"Mig langaði að byrja uppá nýtt. Mér fannst þetta líka góð hugmynd fyrir maraþonið, sem það var," sagði Pamela í samtali við Ellen DeGeneres.

Pamela í Miami í byrjun desember.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.