Tennisstjarnan Roger Federer á von á sínu þriðja barni með eiginkonu sinni Mirku.
Parið gifti sig í apríl árið 2009 og á fyrir fjögurra ára tvíburadætur.
"Mirka og ég erum mjög glöð að deila þeim fréttum að Myla og Charlene verða stóru systur árið 2014! Gleðilega hátíð," skrifaði Roger á Twitter-síðu sína á aðfangadag.
