Lífið

Katla María gefur út stuttskífu með metalsveit sinni

Hljómsveitin Lunainfea gaf nýverið út stuttskífu. Katla María er söngkona hljómsveitarinnar.
Hljómsveitin Lunainfea gaf nýverið út stuttskífu. Katla María er söngkona hljómsveitarinnar. Mynd/Facebook
Viðtal við söngkonuna Kötlu Maríu Hausmann birtist á vefsíðunni Femmemetalwebzine á öðrum degi jóla en Katla ræðir þar um metalhljómsveit sína Lunainfea og nýja stuttskífu sveitarinnar.

Sveitin starfar á Ítalíu en hún er skipuð þeim Alessandro Rubin, Julian Nardi og Kaio Karras, auk Kötlu sem syngur.

Katla María var ung að árum þegar hún sló í gegn á Íslandi en vinsælasta lag hennar er án efa Ég fæ jólagjöf frá árinu 1980, sem enn þann dag í dag nýtur vinsælda. Katla er hvergi nærri hætt í tónlistinni en hlýða má á lagið Winter 85 hér að neðan. Í viðtalinu segir að lagið fjalli um barn sem upplifir snjóinn í fyrsta skipti. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.