Lífið

Geysir með fegursta jólagluggann

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Verðlaunaglugginn og Jón Gnarr ásamt Sonju Margréti verslunarstjóra Geysisverslunarinnar og Þórunni Árnadóttur hönnuði verðlaunaglugggans.
Verðlaunaglugginn og Jón Gnarr ásamt Sonju Margréti verslunarstjóra Geysisverslunarinnar og Þórunni Árnadóttur hönnuði verðlaunaglugggans. Mynd/Rakel Gústafsdóttir
Jón Gnarr og Jakob Frímann veittu í gær viðurkenningu þeim þremur rekstraraðilum í miðborginni sem hlutskarpastir urðu í samkeppninni Fegursti jólaglugginn 2014. Þeir sem hlutu viðurkenningarnar voru Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar á Hverfisgötu & Laugavegi, Hrím hönnunarhús á Laugavegi  og Geysir á Skólavörðustíg.

Miðborgin okkar og Reykjavíkurborg hafa árum saman staðið sameiginlega að verkefninu.

Geysir hreppti sjálf aðalverðlaunin sem fela í sér einnar klukkustundar þjónustu borgarstjórans Jóns Gnarr í hlutverki afgreiðslumanns.

Jón Gnarr hefur ekki áður starfað sem afgreiðslumaður ef frá er talið hlutverk hans sem besnínafgreiðslumaður í Næturvaktinni. Jón upplýsti það reyndar við afhendinguna á gær að 8 ára sonur hans hefði hvatt hann til að sækja um starf sem afgreiðslumaður í Krónunni sökum þess hve hress og mannblendinn hann væri.

Nánar verður tilkynnt um eftir helgi hvenær borgarstjórinn tekur sér frí frá störfum sínum í Ráðhúsinu til að afgreiða í verlsuninni Geysi við Skólavörðustíg.
Allir hinna tilnefndu ásamt dómnefnd, Jóni Gnarr og Jakobi Frímanni.Mynd/Rakel Gústafsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.