Lífið

Í mínus yfir að lemja Meryl Streep

Ugla Egilsdóttir skrifar
Bæði Julia Roberts og Meryl Streep hafa fengið Óskarsverðlaun.
Bæði Julia Roberts og Meryl Streep hafa fengið Óskarsverðlaun.
Julia Roberts kunni því illa að þurfa að lemja Meryl Streep við tökur á myndinni Osage County. Meryl Streep og Julia Roberts leika móður og dóttur í myndinni.

Í einu atriði, sem tók heilan dag að kvikmynda, stjakar dóttirin við móðurinni. Atriðið þurfti að endurtaka nokkrum sinnum og Julia Roberts sagðist hafa verið miður sín í hvert einasta skipti sem hún þurfti að leggja hendur á mótleikkonu sína.

Þær voru báðar bláar og marðar eftir aðfarirnar, en Julia segir að Meryl Streep hafi sýnt meiri yfirvegun en hún sjálf. Hún hafi verið uppveðruð yfir mikilli þolinmæði leikkonunnar.

Meðal annarra leikara í Osage County eru Benedict Cumberbatch, Ewan McGregor, Abigail Breslin, Margo Martindale, Dermot Mulroney, CHris COoper, Juliette Lewis og Sam Shepard.

Hér að neðan er stikla úr kvikmyndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.