Lífið

Frá alþingisstörfum vegna slitins krossbands

mynd/Pjetur Sigurðsson
Ásmundur Einar Daðason alþingismaður hefur verið frá störfum í tvær vikur vegna aðgerðar á hné. Hann verður frá störfum í tvær vikur til viðbótar. Þetta kemur fram á vefsíðu Eiríks Jónssonar.

Í viðtali þar segist Ásmundur Einar liggja í sófanum og bryðja verkjatöflur og bólgueyðandi. Hann sé alveg úr leik og viti ekkert. Hann var með tvíslitið krossband og búa þurfti til nýtt.

Um er að ræða gömul meiðsl sem Ásmundur Einar hefur lengi átt við að etja. Hann segir sjálfur að ekki sé um íþróttameiðsli að ræða heldur frekar smalameiðsli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.