Lífið

Cameron mun skjóta næstu þrjár Avatar-myndir í einu

Stefán Árni Pálsson skrifar
James Cameron fór ótrúlega af stað með Avatar.
James Cameron fór ótrúlega af stað með Avatar. nordicphotos/getty
James Cameron mun skjóta næstu þrjár myndir af Avatar í einu og fara tökur fram í Nýja-Sjálandi en Variety greinir frá þessu í gær.

Avatar 2 verður ekki frumsýnd fyrr en árið 2016 en þriðja myndin í seríunni verður síðan frumsýnd árið 2017 og sú fjórða árið 2018.

Cameron tilkynnti um þetta á Nýja-Sjálandi í gær. Kvikmyndaframleiðandinn hefur gert samning við stjórnvöld í Nýja-Sjálandi en þau veita framleiðandanum 25% skattaafslátt á framleiðslu myndanna.

Áætlaður kostnaður á myndunum nemur 415 milljónir Bandaríkjadollara eða um 50 milljarðar íslenskra króna.

Þess má geta að fyrsta Avatar myndin skilaði hagnaði upp á rúmlega 325 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.