Lífið

The Game með Nelson Mandela húðflúr

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Flúrið af Mandela þykir vel heppnað.
Flúrið af Mandela þykir vel heppnað.
Rapparinn The Game hefur fengið sér húðflúr með andliti Nelson Mandela. 

Hann sýndi flúrið á Instagram-síðu sinni. Listamaðurinn Nikko Hurtado gerði flúrið, sem sýnir andlit Mandela á hlið. The Game hefur fjöldamörg húðflúr af þeim sem hann kallar hetjur sínar.

Hann er með flúr af Trayvon Martin, sem var skotinn af George Zimmerman, en atvikið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum. The Game er einnig með andlitsmynd af rapparanum Eazy E á líkama sínum, en Eazy E var einn meðlima sveitarinnar N.W.A., einni vinsælustu rappsveit 10. áratugarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.