Lífið

Filippseyingur vann Miss International-keppnina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bea Rose Santiago
Bea Rose Santiago nordicphotos/epa
Filippseyingurinn Bea Rose Santiago vann í dag keppnina Miss International-keppnina sem fram fór í Tókýó.

Alls tóku 71 keppendur þátt í keppninni og stóð hin 27 ára Santiago upp sem sigurvegari.

Japaninn Ikumi Yoshimatsu vann keppnina á síðasta ári og krýndi hún sigurvegarann í ár.

Nathalie den Dekker, ungfrú Holland, hafnaði í öðru sæti og Casey Radley, ungfrú Nýja-Sjáland, var í þriðja sæti.

53. keppnin um Miss International fór fram á Shinagawa Prince Hótelinu í Tókýó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.