Lífið

Andri Freyr og Gunna Dís eru bingóstjórar á BAST

Sveinn Rúnar Einarsson
Sveinn Rúnar Einarsson MYND/Úr einkasafni
Á morgun, 18. desember, ætlar Bast að bjóða upp á góðgerðarbingó til styrktar Fjölskylduhjálpar.

Spjaldið kostar litlar 500 krónur og mun allur peningurinn renna til Fjölskylduhjálpar.

„Þeir sem bera sigur úr bingóbýtum fara þó ekki tómhentir heim, því Bast, Muses.is, Forlagið, Spilavinir, Vífilfell og fleiri munu bjóða upp á veglega vinninga,“ segir Sveinn Rúnar Einarsson, rekstrarstjóri BAST.

„Heitasta útvarpstvíeyki Íslands, Andri Freyr og Gunna Dís (a.k.a BingoStars) úr Virkum morgnun munu stýra herlegheitunum þannig ekki sitja heima í volæði,“ bætir hann við.

„Komdu á Bast og styrktu gott málefni í góðu yfirlæti. Jesús myndi gera það,“ segir Sveinn að lokum.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.