Lífið

Lögin sem keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Keppendur söngvakeppninnar í fyrra en þá bar Eyþór Ingi sigur af hólmi með lagið Ég á líf eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson.
Keppendur söngvakeppninnar í fyrra en þá bar Eyþór Ingi sigur af hólmi með lagið Ég á líf eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson. Mynd/Stefán Karlsson
Í kvöld var tilkynnt í Kastljósi hvaða tíu lög munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í febrúar. Vinningslagið verður framlag Íslands í Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva sem fer fram í Kaupmannahöfn í maí.

Undankeppnin fer fram 1., 8. og 15. febrúar.

Lögin tíu eru:

Amor

Lag og texti eftir Hauk Johnson. Flytjandi er Ásdís María Viðarsdóttir.

Aðeins ætluð þér 

Lag og texti eftir Maríu Björk Sverrisdóttur og Marcus Frenell. Flytjandi er Guðbjörg Magnúsdóttur.

Dönsum burtu blús 

Lag og texti eftir StopWaitGo (Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson). Flytjandi er Sverrir Bergmann.

Elsku þú

Lag eftir Vigni Snæ Vigfússon. Texti eftir Þórunni Ernu Clausen. Flytjandi er Vignir Snær Vigfússon.

Eftir eitt lag

Lag eftir Ástu Björg Björgvinsdóttur. Texti eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Flytjandi er Gréta Mjöll Samúelsdóttir.

Enga fordóma

Lag eftir Heiðar Örn Kristjánsson. Texti eftir Heiðar Örn Kristjánsson og Harald F. Gíslason. Flytjandi er Pollapönk ( Heiðar Örn Kristjánsson, Haraldur F. Gíslason, Guðni Finnsson og Arnar Gíslason).

Lífið kviknar á ný

Lag eftir Karl Olgeir Olgeirsson. Texti eftir Karl Olgeir Olgeirsson og Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur. Flytjandi er Sigríður Eyrun Friðriksdóttir.

Til þín

Lag eftir Trausta Bjarnason. Texti eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Flytjandi er Guðrún Árný Karlsdóttir.

Von

Lag og texti eftir Jóhann Helgason. Flytjandi er Gissur Páll Gissurarson.

Þangað til ég dey 

Lag og texti eftir Franz Ploder Ottósson, Pétur Finnbogason og Lárus Örn Arnarsson. Flytjendur er F.U.N.K. (Franz Ploder Ottósson, Pétur Finnbogason, Lárus Örn Arnarsson, Valbjörn Snæra Lillendahl, Egill Ploder Ottósson og Hörður Bjarkason).







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.