Lífið

Djúpið á eitt af ógnvænlegustu atriðunum

Ugla Egilsdóttir skrifar
Ólafur Darri Ólafsson fékk mikið lof fyrir leik sinn í Djúpinu.
Ólafur Darri Ólafsson fékk mikið lof fyrir leik sinn í Djúpinu.

Atriði úr myndinni Djúpinu eftir Baltasar Kormák komst á lista yfir 50 ógnvænlegustu atriðin í bíómyndum árið 2013 á heimasíðu Total Film: The Modern Guide to Movies.

Myndin lenti í 42. sæti á listanum fyrir atriðið þegar skipið veltur um koll úti á rúmsjó og Gulli lifir einn af í margra kílómetra fjarlægð frá landi.

Fólki er ráðlagt að líta undan á meðan aðalpersónan syndir og syndir þannig að það virðist engan endi ætla að taka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.