Lífið

Fjögurra ára hvítblæðissjúklingur stelur senunni

Hinn fjögurra ára Joshua Chambers stal svo sannarlega senunni á sunnudagskvöldið þegar hann söng lagið Brave með söngkonunni Söru Bareilles á tónleikum hennar í Orlando.

Joshua hefur barist við hvítblæði síðan í febrúar en Sara bað hann sérstaklega að koma með sér uppá svið því henni fannst hann vera svo hugrakkur.

Joshua er að ljúka geislameðferð þessa dagana en mun þurfa að fara í tvær geislameðferðir á næsta ári. Þá er hann talsmaður herferðarinnar Holiday Hot Sauce á vegum samtakanna Kids Beating Cancer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.