Lífið

Simon vissi að Demi myndi hætta

Simon Cowell hefur staðfest að Demi Lovato muni ekki koma aftur sem dómari í X Factor þáttunum bandarísku. Hann segir ákvörðunina hafa legið fyrir lengi. „Ég vissi alltaf að hún myndi ekki koma aftur, því hún væri á tónleikaferðalagi.“

Demi Lovato mun byrja tónleikaferðalag sitt þann 9. febrúar á næsta ári, í Vancouver í Kanada. „Ég kom inn í þættina sem söngkona og fer úr þeim sem slík,“ útskýrir Demi Lovato.

Enn á eftir að semja um fjórðu seríu af þáttunum og hafa engar ákvarðanir verið teknar um hverjir verði dómarar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.