Lífið

Bjóða fólki á vinnustofuna til sín

Lísa Kjartansdóttir, Anthony Bacigalupo, Ýr Káradóttir
Lísa Kjartansdóttir, Anthony Bacigalupo, Ýr Káradóttir
„Við höfum hingað til unnið mest heima hjá okkur en erum loksins komin með vinnustofu og okkur langar að fá fólk í heimsókn,“ segir Ýr Káradóttir, sem skipar hönnunarteymið Reykjavík Trading Co, ásamt eiginmanni sínum, Anthony Bacigalupo og bestu vinkonu, Lísu Kjartansdóttur. Þau bjóða fólk velkomið á vinnustofuna til sín í Dvergshúsinu í Hafnarfirði, gengið inn á horni Lækjargötu og Brekkugötu, frá 16.00 til 21.00.

„Við erum að deila vinnustofu með Tíru – ljómandi fylgihlutum og erum með fjölbreytt úrval af fallegri handunni gjafavöru fyrir heimilið, og svo plönturíkin okkar, sem eru handblásnar glerkúlur með lifandi súrefnisplöntum – tilvaldar í jólapakkann hjá þeim sem allt eiga,“ segir Ýr jafnframt, og bætir því við að jólin séu yndislegur tími.

„Jólin okkar snúast um jólaboð og samverustundir með góðum vinum og fjölskyldu. Við förum til dæmis á hverju ári og höggvum niður jólatré og svo bökum við graskersbrauð eftir gamalli fjölskylduuppskrift og gefum vinum og ættingum,“ segir Ýr að lokum og hvetur sem flesta til þess að mæta á opnu vinnustofuna í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.